fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Pressan

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Pressan
Sunnudaginn 29. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú þekkir örugglega rútínuna. Það er búið að kaupa kjötið, grillið er orðið heitt og allir eru svangir. Þú nærð í kjötpakkann í ísskápinn og skellir kjötinu á grillið og vonast eftir að borða safaríkan og bragðgóðan mat eftir nokkrar mínútur. En svo gerist það – Kjötið lítur vel út að utanverðu en innan í er það hálf sorglegt, grátt og ofeldað, eða jafnvel hrátt í miðjunni og brunnið utan á.

Ástæðan er að kalt kjöt bregst öðruvísi við hita en volgt kjöt. Þegar þú setur ískalt kjöt á heitt grill verður kjötið fyrir einhverskonar áfalli. Ytri hluti þess lendir í háum hita og byrjar að karamellisera en innri hluti þess er töluvert á eftir og er kaldur í of langan tíma. Niðurstaðan verður að þú færð hráa miðju eða þá að kjötið verður að vera svo lengi á grillinu að ytri hlutinn verður þurr og leiðinlegur.

Þú átt einnig á hættu að mikill vökvi fari úr kjötinu af því að prótínin dragast hratt saman og þrýsta vökvanum út. Þá stendur þú eftir með kjöt sem er meira soðið en grillað.

Lausnin á þessu er einföld – Taktu kjötið úr úr ísskápnum að minnsta kosti 30-45 mínútum áður en það á að fara á grillið. Þetta á sérstaklega við um þykkar steikur því miðja þeirra þarf meiri tíma til að ná jöfnu hitastigi áður en það kemst í snertingu við hitann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?