fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Pressan

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Pressan
Sunnudaginn 29. júní 2025 09:00

Merki Google Chrome. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Google Chrome er hraðvirkur og notendavænn netvafri sem er hlaðinn snjöllum eiginleikum. En hátt verð fylgir því að nota vafrann og þetta verð er ekki greitt með peningum, heldur upplýsingum um þig.

Í hvert sinn sem þú leitar að einhverju, opnar vefsíðu eða smellir á eitthvað, þá er í raun hægt að rekja slóð þína og tengja þessa notenda sögu við Google-reikninginn þinn.

Ástæðan er að vafrinn er nátengdur „efnahagskrefi Google“. Þegar búið er að virkja samhæfingu, þá vistast upplýsingar um vefsíðurnar sem þú heimsækir, aðgangsorð og allt sem þú gerir, sjálfkrafa í netþjónum Google.

Meira að segja í huliðsstillingu, getur Google í sumum tilfellum safnað gögnum um þig og netnotkun þína.

Þetta þýðir að vafrinn, sem þú notar til að vafra um netheima, er samtímis gluggi fyrir Google til að læra (of) mikið um þig að sögn Giga.

Vandinn er þó stærri en bara Google því margir aðrir vinsælir netvafrar byggjast á sömu vélinn: Chromium. Þetta á meðal annars við um Microsoft Edge, Brave, Opera og Vivaldi. Tæknilega séð eru þessir vafrar ekki svo ólíkir Chrome en bjóða þó yfirleitt upp á færri Google-þjónustur.

Þeir eiga samt í ákveðnum vanda hvað varðar sjálfstæði, sérstaklega þegar Google breytir standördum sínum en þeim breytingum verða aðrir notendur Chromium-vafra að fylgja.

Ef þú vilt forðast hin miklu áhrif Google yfir þér, þá skaltu nota netvafra með annarri vél en Chromium.

Firefox notar Gecko og er góður valkostur að sögn Giga, bæði hvað varðar hraða, stöðugleika og persónuvernd.

Safari getur einnig komið sér vel fyrir Apple notendur en vafrinn hefur þó ákveðnar takmarkanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?