fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Pressan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 03:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu frá Georgíuríki í Bandaríkjunum brá illilega í brún þegar hún fann faldar myndavélar á mörgum stöðum í Airbnb-íbúð sem hún hafði leigt í Púertó Ríkó. Myndir, og hljóð, voru teknar af hjónunum stunda kynlíf og einnig voru teknar myndir af börnunum þeirra inni á baðherberginu „nöktum eða hálfnöktum“.

Hjónin hafa höfðað mál á hendur Airbnb. Talsmaður Airbnb staðfesti í samtali við The Independent að fyrirtækið hafi rift samningi við gestgjafann.

Konan skoðaði minniskortið í einni af myndavélunum til að sjá hvort eitthvað væri á því frá þeim tíma þegar myndavélin var sett upp.

„Henni til óstjórnlegs hryllings, fann hún upptöku af öðrum gestgjafanum í hjónaherberginu þar sem hann var að setja myndavélina upp og stilla linsu hennar og með aðra myndavél í annarri höndinni . . . og síðan staðfesta beint streymi í farsímann hans á meðan hann stillti sjónarhorn myndavélarinnar,“ segir meðal annars í kæru hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?