fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Pressan
Laugardaginn 28. júní 2025 15:30

Það getur verið gott að setja tennisbolta í þvottavélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleymdu öllu um dýr þvottaefni og mýkingarefni ef þú vilt fá handklæðin mjúk og loftkennd úr þvottavélinni en samt sem áður án þess að ógna heilsunni eða hafa slæm áhrif á umhverfið. Lausnin er hugsanlega í íþróttatöskunni þinni.

Ef þú átt tennisbolta, ósköp venjulegan tennisbolta, þá er hægt að nota hann til að bjarga handklæðunum og öðrum þvotti.

Ef þú setur tvo til fjóra hreina tennisbolta í þvottavélina eða þurrkarann, þá hafa þeir þau áhrif á þvottinn að trefjarnar mýkjast og efnið verður loftmeira. CHIP skýrir frá þessu.

Fram kemur að helst eigi að sleppa því að nota mýkingarefni því efnin í því myndi himnu ofan á trefjunum og fjarlægi rakadrægnina.

Sérfræðingar segja að sum efni í ákveðnum mýkingarefnum geti verið ofnæmisvaldandi og í versta falli krabbameinsvaldandi.

Það er hægt að nota tennisbolta á fleira en bara handklæði. Þeir gagnast vel þegar koddar, dúnúlpur og önnur efni með fyllingu eru þvegin. Þeir hjálpa til við að koma í veg fyrir að fyllingin safnist í klumpa.

Þeir bæta einnig loftflæðið, stytta þurrktímann og fækka krumpum á fatnaðinum.

Þú getur dregið úr þvottaefnisnotkuninni um helming með því að nota tennisbolta og afraksturinn verður betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi