fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 06:30

Það er mikil gæsla á landamærum Kóreuríkjanna. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Suður-Kóreu hefur sýknað Oh Gyeong Mu af ákæru fyrir njósnir en hann var ranglega sakfelldur fyrir að hafa njósnað fyrir Norður-Kóreu 1967.  Hann var dæmdur til dauða og tekin af lífi 1972.

Oh og yngri bróðir hans, Kyung Dae, voru blekktir til að fara til Norður-Kóreu 1966. Það var löngu týndur hálfbróðir þeirra, Oh Gyeong Ji, sem það gerði en hann hvarf í Kóreustríðinu sem stóð yfir frá 1950 til 1953.

Eftir að hafa verið í Norður-Kóreu í 40 daga, þar sem þeir gengust undir hugmyndafræðilega innrætingu, sneru bræðurnir heim og gáfu sig fram við yfirvöld. Þeir voru ranglega sakaðir um njósnir og voru pyntaðir þar til þeir játuðu að hafa njósnað fyrir norðanmenn.

Bræðurnir og systir þeirra, Oh Jeong Sim, voru öll ákærð fyrir njósnir. Oh var dæmdur til dauða og tekinn af lífi 1972. Kyung Dae var dæmdur í 15 ára fangelsi og systir þeirra var dæmd í þriggja ára fangelsi, skilorðsbundið í fimm ár.

Hæstiréttur tók mál systkina Oh fyrir, fyrir nokkrum árum og sýknaði þau og nú síðast var Oh sýknaður. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að systkinin hefðu verið pyntuð og þannig fengin til að játa njósnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi