fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Pressan

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Pressan
Sunnudaginn 29. júní 2025 11:38

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk er aftur byrjaður að hrauna yfir fjárlagafrumvarp Bandaríkjaforseta, en hann segir að verði frumvarpið samþykkt muni það valda þjóðinni gríðarlegum skaða.

Musk hafði að mestu slakað á gagnrýninni eftir að honum tókst að móðga forsetann hressilega fyrir skömmu. Þá hafði komið til orðaskipta milli fyrrum félaganna á samfélagsmiðlum og gaf Musk það meðal annars til kynna að Donald Trump væri að leyna gögnum í tengslum við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Musk sagði að nafn Trump væri að finna í þessum gögnum og gaf auðkýfingurinn það sterklega að kynna að birting gagnanna kæmi sér illa fyrir forsetann.

Trump hótaði því á móti að beita embætti sínu gegn fyrirtækjum Musk og fór svo að lokum að Musk sá að sér og reyndi að rétta fram sáttarhönd sem Trump fúlsaði þó við. Musk eyddi í framhaldinu nokkrum færslum og hefur að mestu haldið sér á mottunni síðan, eða þar til núna um helgina.

„Nýjasta útgáfa öldungarþingsins af fjárlagafrumvarpinu gæti rústað milljón störfum í Bandaríkjunum og valdið gífurlegu stefnumótandi tjóni fyrir þjóð okkar. Þetta er algjörlega sturlað og eyðileggjandi. Þetta færir atvinnugreinum fortíðarinnar ívilnanir á silfurfati en skaðar á sama tíma atvinnugreinar framtíðarinnar með alvarlegum hætti.“

Musk deildi einnig skoðanakönnun sem hann telur sanna að Repúblikanar væru að fremja pólitískt sjálfsvíg með því að samþykkja frumvarpið, sem meðal annars muni auka halla ríkissjóðs um billjónir næsta áratuginn. Musk segir að þessi fjárlög muni koma Bandaríkjunum í ánauð ósjálfbærra skulda. Bandaríkin væru ekki að skjóta sig í fótinn með þessu frumvarpi heldur beint í brjóstkassann.

Repúblikanar komust skrefi nær því í gær að fá frumvarpið samþykkt, þegar þingið samþykkti með 51 atkvæði gegn 49 að vísa frumvarpinu í lokaumræðu.  Nú stefnir í maraþonumræður á þingi þar sem þingmenn demókrata hafa meðal annars tilkynnt að þeir ætli að krefjast þess að allt frumvarpið, sem er um 940 blaðsíður, verði lesið upphátt fyrir þingið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?