fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Danir búa sig undir yfirfull sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 13:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök danskra sveitarfélaga vinnu nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna ákvörðunar þingsins um að sveitarfélögin verði að taka við allt að 300 sjúklingum frá sjúkrahúsum landsins ef til þess kemur að sjúkrahúsin fyllist af COVID-19-sjúklingum.  Faraldurinn er í vexti í Danmörku og er búist við að smitum fjölgi mikið á næstunni og þá um leið innlögnum á sjúkrahús.

Gengið er út frá því að sveitarfélögin geti brugðist við með tveggja sólarhringa fyrirvara og tekið við allt að 300 sjúklingum sem verða fluttir af sjúkrahúsum landsins til að skapa rými fyrir COVID-19-sjúklinga.

Í fréttatilkynningu frá samtökum sveitarfélaga segir að þar sé nú unnið að gerð viðbragðsáætlunar sem verði hægt að virkja ef sjúkrahúsin ráða ekki við álagið. Sem betur fer sé sú staða ekki komin upp. Það liggi hins vegar fyrir að sveitarfélögin verði að geta brugðist við ef innlögnum fjölgar mikið um jólin og álagið á gjörgæsludeildir eykst um leið.

Ef til þess kemur að sveitarfélögin verða að taka við sjúklingum þá verða þau um leið að skerða ýmsa þjónustu sem þau veita annars, má þar nefna heimahjálp, þrif heima hjá öldruðum og önnur álíka verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt