fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Lögðu á flótta og skildu eftir miða handa börnunum sínum – Umfangsmikil leit lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 05:59

Richard Ayvazyan og Mariette Terabelian. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst létu hjónina Richard Ayvazyan, 43 ára, og Mariette Terabelian, 37 ára, sig hverfa að heiman en þau búa í Kaliforníu. Þau skildu þrjú börn sín, sem öll eru á unglingsaldri, eftir og skildu miða eftir handa þeim. „Við munum sameinast á ný dag einn,“ stóð á miðanum að sögn lögmanns hjónanna sem sagði að þetta væri ekki endanlega kveðja, þau væru að taka sér smá hlé frá hvert öðru.

Börnin eru 13, 15 og 16 ára. Hjónin voru sakfelld í sumar fyrir umfangsmikil svik í tengslum við heimsfaraldurinn en létu sig hverfa áður en refsing þeirra var ákveðin.

Alríkislögreglan FBI hefur lýst eftir þeim og leitar þeirra nú. Þau voru sakfelld í júní fyrir aðild að umfangsmiklum svikum þar sem reynt var að svíkja peninga út úr sjóðum sem ætlaðir voru fólki sem var í brýnni þörf fyrir fjárhagsaðstoð vegna heimsfaraldursins. Reynt var að svíkja 28 milljónir dollara út úr sjóðunum.

Hjónin létu sig hverfa í ágúst en refsing þeirra var kveðin upp í síðustu viku. Ayvazyan var dæmdur í 17 ára fangelsi og Terabelian í 6 ára fangelsi.

Tracy L. Wilkinson, saksóknari, sagði að hjónin hefðu notað heimsfaraldurinn til að stela milljónum dollara sem voru ætlaðir fólki og fyrirtækjum sem voru í neyð vegna heimsfaraldursins. CNN skýrir frá þessu.

FBI hefur heitið 20.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hjónanna. Þau voru sakfelld fyrir samsæri um fjársvik í bönkum, önnur fjársvik og peningaþvætti. Saksóknarar sögðu að hópurinn hefði notað fölsuð og stolin skilríki, þar á meðal skilríki látins fólks, til að senda inn falsaðar umsóknir um 150 styrki og lán úr alríkissjóðum. Peningarnir voru notaðir til að kaupa fasteignir í Kaliforníu, gullmynt, demanta, húsgögn, lúxusúr og Harley Davidson mótorhjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar