fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 06:59

Sputnik V bóluefnið er ekki ofarlega á óskalista margra Rússa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindust 34.303 Rússar með kórónuveiruna en frá upphafi faraldursins hafa ekki svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Á laugardaginn var annað dapurlegt met slegið en þá létust 1.002 af völdum COVID-19 og var það í fyrsta sinn sem fleiri en 1.000 létust á einum degi. Í gær var fjöldinn litlu minni eða 997.

Frá upphafi faraldursins hafa tæplega 7,9 milljónir tilfella greinst í Rússlandi og tæplega 220.000 hafa látist. Þetta eru tölur frá Johns Hopkins háskólanum sem byggja á opinberum tölum. Rússnesk stjórnvöld hafa þó verið sökuð um að leyna hinum réttu tölum og í ágúst kom fram í uppgjöri frá hagstofu landsins, Rosstat, að rúmlega 400.000 hefðu látist af völdum COVID-19.

Rússnesk yfirvöld eru í ákveðinni klemmu því þau hafa lofað landsmönnum að ekki verði gripið til harðra sóttvarnaaðgerða en á móti kemur að lítil þátttaka er í bólusetningum en kannanir hafa sýnt að aðeins annar hver Rússi er reiðubúinn til að láta bólusetja sig og fram að þessu er aðeins búið að bólusetja þriðja hvern landsmann.

Margir eru smeykir við að láta bólusetja sig og aðrir telja að líkami þeirra geti vel tekist á við veiruna ef þeir smitast. Svo er stór hópur sem vill ekki láta bólusetja sig með rússneskum bóluefnum en þrjú slík standa landsmönnum til boða. Það eru Sputnik V, EpiVacCorona og CoviVac.

Álagið á heilbrigðiskerfið er mikið og nú er staðan sú að 95% af legurýmum eru í notkun svo það er lítið svigrúm eftir og á sama tíma fjölgar smitum með tilheyrandi veikindum og innlögnum á sjúkrahús.

Það er því ljóst að yfirvöld verða að gera eitthvað en þau eru í ákveðinni klemmu eins og fyrr sagði. Mikhail Murasjko, heilbrigðisráðherra, gagnrýni „hegðun“ almennings hvað varðar bólusetningar. Dmitrij Peskov, talsmaður Kreml, sagði að allt sé gert sem hægt er til að gefa almennum borgurum tækifæri til að „bjarga lífi sínu með því að láta bólusetja sig“.

Yfirvöld hafa þvertekið fyrir að grípa til umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana en eru nú komin í erfiða stöðu og mörgum þykir einsýnt að þau verði að grípa til harðra aðgerða innan skamms. En hversu harðar þær aðgerðir verða veit enginn enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áströlsk kona greip til óyndisúrræðis þegar hún var í sóttkví

Áströlsk kona greip til óyndisúrræðis þegar hún var í sóttkví