fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Pressan

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru að hefjast klínískar tilraunir á fólki með nýja meðferð við COVID-19. Það eru danskir vísindamenn sem hafa þróað aðferðina en í henni felst að sjúklingar anda að sér mildri sýrulausn sem hjálpar ónæmiskerfinu að berjast við sýkingar í öndunarveginum.

„Þetta er meðferð sem gengur út á að maður nánast sótthreinsar öndunarveginn, svona eins og þegar maður þvær sér um hendurnar eða notar handspritt,“ er haft eftir Thomas Bjarnsholt, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, í fréttatilkynningu frá Ríkissjúkrahúsinu.

Hugmyndina að þessari aðferð fékk Bjarnsholt og hafa vísindamennirnir væntingar um að aðferðin geti einnig gagnast í baráttu við aðrar sýkingar, til dæmis lungnabólgu, inflúensu og berkla.

Meðferðin var þróuð í samvinnu við norska fyrirtækið SoftOx sem framleiðir meðal annars vörur sem eru notaðar við meðhöndlun sára.

Bjarnsholt segir að meðferðin sé hugsuð fyrir þá sem eru nýsmitaðir af kórónuveirunni. „Þegar maður hefur komist í snertingu við veiruna, hefur greinst með smit eða byrjar að fá einkenni þá getur aðferðin okkar gert veiruna óvirka og hjálpað ónæmiskerfinu að koma í veg fyrir að maður þurfi að leggjast inn á sjúkrahús og fái alvarleg einkenni,“ er haft eftir honum.

Fram að þessu hefur meðferðin eingöngu verið prófuð á smágrísum en nú hefur fengist heimild til að prófa hana á fólki. Bjarnsholt reiknar með að fyrsta fasa tilrauna ljúki í ársbyrjun 2022 og ef engar aukaverkanir komi í ljós hefjist fasi 2 fljótlega á eftir með þátttöku COVID-19 sjúklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótaði skotárás á tónlistarhátíð til að fara fyrr úr vinnunni

Hótaði skotárás á tónlistarhátíð til að fara fyrr úr vinnunni