fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vísa ásökunum um kynferðisofbeldi embættismanna á bug

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein í New York Times sakar fjöldi kvenna egypska embættismenn um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Þetta á við um lögreglumenn, heilbrigðisstarfsmenn og fangaverði. Egypsk stjórnvöld neita þessum ásökunum og segja þær vera tilraun til að „dreifa lygum og óhróðri“.

Í greininni kemur fram að konur eigi á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu egypskra embættismanna þegar þeir leita á þeim. Til dæmis á sjúkrahúsum, í fangelsum og þegar lögreglumenn hafa afskipti af þeim.

Í yfirlýsingu stjórnvalda á Facebook og Twitter er þessum ásökunum vísað á bug en ekki kemur fram hvort ásakanirnar hafi verið rannsakaðar.

Aðeins fjórar af konunum koma fram undir nafni en hinar kjósa nafnleysi af ótta við hefndaraðgerðir embættismanna.

Asmaa Abdel Hamid segir að fyrir þremur árum hafi hún verið handtekin fyrir að mótmæla verðhækkunum á lestarmiðum. Í kjölfarið hafi ítarleg líkamsleit verið gerð á henni þrisvar sinnum. Hún segist hafa verið neydd til að afklæðast fyrir framan hóp lögreglumanna og síðan látin gangast undir svokallaða „jómfrúarrannsókn“. Eftir það stakk kvenkyns fangavörður fingri upp í endaþarm hennar.

Transkona ein sagði New York Times að eftir að hún var handtekin fyrir tveimur árum hafi hún verið látin gangast undir endaþarmsrannsókn til að hægt væri að skera úr um kyn hennar.

Blaðið segir að mannréttindasamtök hafi árum saman skráð svipuð mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?