fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Táragasbyssur seljast eins og heitar lummur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 21:25

Táragasbyssur frá Byrna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar óeirðanna sem blossuðu upp eftir að lögreglumaður varð George Floyd að bana hefur sala á táragasbyssum aukist gríðarlega í Bandaríkjunum. Byrna Technologies, sem framleiðir slíkar byssur, hefur notið góðs af þessu en táragasbyssur, sem eru ætlaðar til „heimilisnota“, frá fyrirtækinu eru rifnar úr hillum verslana. Verð hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hækkað um 500%.

Fyrirtækið framleiðir aðallega táragas og táragasbyssur fyrir herinn og lögregluna en „heimilisbyssan“ hefur rokselst að undanförnu eins og áður sagði.

Byssan líkist venjulegum skammbyssum og er seld á 325 dollara. Skotfæri kosta 300 dollara, það er kassi með 95 skotum. Einnig er hægt að kaupa lasermið, skotskífur og hulstur ef fólk er reiðubúið til að greiða enn meira.

Á síðustu þremur mánuðum seldist 36 sinnum meira af Byran HD táragasbyssunni en á sama tíma á síðasta ári. Fyrirtækið markaðssetur byssuna sem „áhrifaríkan valkost, sem ekki drepur fólk, til að vernda fólk og eignir“.

Verð hlutabréfa fyrirtækisins hefur hækkað um 500% á árinu, þar af um 300% síðan George Floyd var drepinn.

Þrátt fyrir að vopnið drepi ekki fólk segja sérfræðingar að það sé hættulegt og geti valdið alvarlegu líkamstjóni.

Byssan virkar þannig að skotum er hleypt af með samanþjöppuðu lofti. Þetta gerir að verkum að ekki þarf skotvopnaleyfi því byssan fellur ekki undir bandaríska vopnalöggjöf. Skotin, sem eru eins og boltar í laginu, springa þegar þau lenda á einhverju eða einhverjum og geta gert fólk „óskaðlegt“ í allt að 30 mínútur því viðkomandi missir sjónina tímabundið og á erfitt með andardrátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“