fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Pressan

Flugvallarstjóri telur að farþegar þurfi að fara í kórónuveirupróf næstu árin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 14:15

Frá Heathrow. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að svo virðist sem bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, sé við það að koma á markað þá verða flugfarþegar að sætta sig við að þurfa að fara í sýnatökur næstu árin. Þetta er nauðsynlegt ef alþjóðaflug á að komast aftur á „stig sem skiptir einhverjum máli“. Þetta segir John Holland-Kaye, forstjóri Heathrowflugvallarins í Lundúnum. Hann segir að farþegar verði að sætta sig við að sýnataka fari fram þrátt fyrir að bóluefni verði komið fram og unnið verði að bólusetningu.

Bloomberg skýrir frá þessu. Hann segist sjá fyrir sér að mörg ár muni líða þar til búið verður að koma bóluefninu til allrar heimsbyggðarinnar. Af þeim sökum muni stjórnvöld í mörgum ríkjum halda fast í kröfu um að farþegar, sem vilja komast inn í land þeirra, framvísi neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku.

„Ef maður gefur sér til dæmis að Bretland fái snemma aðgang að bóluefni þá mun það taka eitt til eitt og hálft ár að bólusetja alla þjóðina. Það mun taka enn lengri tíma áður en bólusetningaráætlanir verða farnar að virka vel um allan heim,“ sagði hann í samtali við Bloomberg TV.

Hann sagði að það þyrfti fljótlega að koma fram með viðurkennd kórónuveirupróf fyrir fólk sem kemur til landa þar sem sýnatöku er krafist til að það geti sloppið við sóttkví. Að öðrum kosti gagnist það ekki mikið fyrir flugiðnaðinn.

Á sama tíma hefur ný ógn gegn ferðaiðnaðinum skotið upp kollinum að sögn Washington Post sem segir að í mörgum ríkjum sé nú kominn svartur markaður fyrir fölsk kórónuveirupróf sem veita falskar niðurstöður. Nýlega komu frönsk yfirvöld upp um glæpahring sem starfaði á Charles de Gaulle flugvellinum í París og seldi falsaðar niðurstöður úr kórónuveiruprófum fyrir sem svarar til um 28.000 til 45.000 íslenskra króna. Svipuð mál hafa komið upp í Brasilíu og Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kórónuveiran mun stytta meðalævilengd Bandaríkjamanna um rúmlega eitt ár

Kórónuveiran mun stytta meðalævilengd Bandaríkjamanna um rúmlega eitt ár
Pressan
Í gær

Lisu brá þegar hún sá hvað var á skjánum hjá 7 ára dóttur sinni – „Mér líður hræðilega“

Lisu brá þegar hún sá hvað var á skjánum hjá 7 ára dóttur sinni – „Mér líður hræðilega“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?

Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?