fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Hollendingar loka börum og veitingastöðum vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 05:55

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í dag verður börum, kaffihúsum og veitingastöðum í Hollandi gert að loka. Þetta er hluti af hertari aðgerðum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sagði Mart Rutte, forsætisráðherra, í gærkvöldi.

Sala áfengis verður einnig óheimil eftir klukkan 20. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði hann að nú yrði gripið til lokunar samfélagsins að hluta.

„Við finnum fyrir þessu en þetta er eina leiðin. Við verðum að vera strangari,“

sagði hann.

Takmörk verða sett á hversu margir mega safnast saman og allir 13 ára og eldri verða að nota andlitsgrímur á almannafæri. Aðgerðirnar gilda í tvær vikur til að byrja með en ekki er talið útilokað að þær verði framlengdar sagði Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra. Hann sagði einnig að ef aðgerðirnar beri ekki tilætlaðan árangur geti verið nauðsynlegt að herða þær enn frekar og loka samfélaginu að fullu.

Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali 387 smit greinst á hverja 100.000 íbúa. Í gær voru staðfest smit 7.400 sem er ekki fjarri því að vera met á einum sólarhring. Til samanburðar má geta þess að í Þýskalandi greindust 5.100 smit í gær en þar búa um 83 milljónir en í Hollandi rúmlega 17 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni
Pressan
Í gær

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess