fbpx
Föstudagur 22.október 2021

Holland

Hollendingar eru hávaxnastir allra þjóða en nú eru þeir farnir að minnka

Hollendingar eru hávaxnastir allra þjóða en nú eru þeir farnir að minnka

Pressan
Fyrir 3 vikum

Hollendingar eru hávaxnasta þjóð heims og hafa lengi getað státað sig af því að meðalhæð þeirra er mun hærri en annarra þjóða. En nú eru þeir farnir að minnka og á það við bæði kynin. Í sex áratugi hafa Hollendingar skagað upp úr fjöldanum hvað varðar hæð jarðarbúa. Samkvæmt nýjustu tölum hollensku hagstofunnar þá er Lesa meira

1.300 manns saknað á flóðasvæðunum í Þýskalandi

1.300 manns saknað á flóðasvæðunum í Þýskalandi

Pressan
16.07.2021

Ekki er vitað um afdrif um 1.300 manns á flóðasvæðunum í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi. Staðfest hefur verið að 59 hafi látist í óveðrinu í Þýskalandi og 9 í Belgíu. Mikil úrkoma hefur einnig verið í Lúxemborg og Hollandi en ekki hafa borist fregnir af manntjóni þar. Lögreglan varar fólk við að fara inn á flóðasvæðin í vesturhluta Þýskalands. Bild Lesa meira

Þrír handteknir eftir skotárás á hollenskan blaðamann

Þrír handteknir eftir skotárás á hollenskan blaðamann

Pressan
07.07.2021

Hollenska lögreglan handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við rannsóknina á skotárásinni á blaðamanninn Peter R. de Vries sem var skotinn í höfuðið á götu úti í Amsterdam. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar seint í gærkvöldi. Tveir voru handteknir á hraðbraut nærri Amsterdam. Frank Paauw, yfirlögregluþjónn, sagði að þeir hafi verið í bíl og hafi væntanlega verið á flótta. Lesa meira

Bjóða ferðamenn velkomna til borgarinnar – Vilja þó alls ekki fá einn hóp þeirra

Bjóða ferðamenn velkomna til borgarinnar – Vilja þó alls ekki fá einn hóp þeirra

Pressan
28.06.2021

Í síðustu viku var slakað á sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í Hollandi. Meðal annars var slakað á kröfum um notkun andlitsgríma. Eina stóra reglan sem enn er í gildi er að fólk á að halda eins og hálfs metra fjarlægð á milli sín. Þessar tilslakanir hafa í för með sér að nú geta ferðamenn aftur farið að streyma til landsins og Lesa meira

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu hald á 23 tonn af kókaíni

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu hald á 23 tonn af kókaíni

Pressan
25.02.2021

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu nýlega hald á 23 tonn af kókaíni sem var á leið til Hollands. Aldrei fyrr hefur hald verið lagt á svo mikið magn í einu máli í Evrópu að sögn þýskra tollyfirvalda. Þýsk tollyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Segja þau að ef kókaínið hefði komist í umferð hefði söluverðmæti þess hlaupið á Lesa meira

Hörð átök í Hollandi þegar sóttvarnaaðgerðum var mótmælt

Hörð átök í Hollandi þegar sóttvarnaaðgerðum var mótmælt

Pressan
26.01.2021

Til harðra átaka kom á milli mótmælenda, sem mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda, og lögreglu í Amsterdam og Eindhoven í Hollandi á sunnudaginn. Á laugardaginn var kveikt í sýnatökustöð þar sem kórónuveirusýni eru tekin. Svo virðist sem óánægja með harðar sóttvarnaaðgerðir sé að brjótast út í aukinni hörku, ofbeldi og skemmdarverkum. New York Times segir að svo virðist sem tveggja vikna útgöngubann, sem gildir frá 9 á kvöldin, Lesa meira

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband

Pressan
14.01.2021

„Velkominn í Brexit, herra,“ heyrist hollenskur tollvörður segja við breska ökumenn þegar þeir koma að hollensku landamærunum. Um leið leggur hann hald á skinkusamlokur þeirra. Þetta sést á upptökum sem fjölmiðlar hafa sýnt að undanförnu. Ástæðan fyrir að samlokurnar eru teknar af bílstjórunum er að samkvæmt reglum er bannað að flytja kjöt og mjólkurvörur til ESB-ríkjanna. Lesa meira

Hollenska lögreglan vill að fólk hætti að leita að barnaníðingum á netinu

Hollenska lögreglan vill að fólk hætti að leita að barnaníðingum á netinu

Pressan
17.11.2020

Hollenska lögreglan hvetur almenning til að hætta að leita að barnaníðingum á netinu. Þetta gerist eftir að 73 ára maður var laminn af hópi unglinga í lok október í Arnhem. Hann lést síðar á sjúkrahúsi af völdum áverka sem hann hlaut í árásinni. BBC segir að maðurinn hafi verið ginntur í gildru eftir að hafa verið inni Lesa meira

Heimsþekkt samkynhneigt mörgæsapar aftur á ferð – Stálu aftur eggi

Heimsþekkt samkynhneigt mörgæsapar aftur á ferð – Stálu aftur eggi

Pressan
23.10.2020

Í fyrra komst mörgæsapar í dýragarðinum DierenPark Amersfoort í Hollandi í heimsfréttirnar. Parið, sem eru samkynhneigð karldýr, stal þá eggi frá öðrum pari en það klaktist ekki út. Nú hefur parið látið til skara skríða á nýjan leik og að þessu sinni stal það tveimur eggjum frá samkynhneigðu pari, kvendýrum, í garðinum. Karldýrin skiptast nú á um að Lesa meira

Hollendingar loka börum og veitingastöðum vegna kórónuveirunnar

Hollendingar loka börum og veitingastöðum vegna kórónuveirunnar

Pressan
14.10.2020

Frá og með deginum í dag verður börum, kaffihúsum og veitingastöðum í Hollandi gert að loka. Þetta er hluti af hertari aðgerðum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sagði Mart Rutte, forsætisráðherra, í gærkvöldi. Sala áfengis verður einnig óheimil eftir klukkan 20. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði hann að nú yrði gripið til lokunar samfélagsins að hluta. „Við Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af