Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband
Pressan„Velkominn í Brexit, herra,“ heyrist hollenskur tollvörður segja við breska ökumenn þegar þeir koma að hollensku landamærunum. Um leið leggur hann hald á skinkusamlokur þeirra. Þetta sést á upptökum sem fjölmiðlar hafa sýnt að undanförnu. Ástæðan fyrir að samlokurnar eru teknar af bílstjórunum er að samkvæmt reglum er bannað að flytja kjöt og mjólkurvörur til ESB-ríkjanna. Lesa meira
Hollenska lögreglan vill að fólk hætti að leita að barnaníðingum á netinu
PressanHollenska lögreglan hvetur almenning til að hætta að leita að barnaníðingum á netinu. Þetta gerist eftir að 73 ára maður var laminn af hópi unglinga í lok október í Arnhem. Hann lést síðar á sjúkrahúsi af völdum áverka sem hann hlaut í árásinni. BBC segir að maðurinn hafi verið ginntur í gildru eftir að hafa verið inni Lesa meira
Heimsþekkt samkynhneigt mörgæsapar aftur á ferð – Stálu aftur eggi
PressanÍ fyrra komst mörgæsapar í dýragarðinum DierenPark Amersfoort í Hollandi í heimsfréttirnar. Parið, sem eru samkynhneigð karldýr, stal þá eggi frá öðrum pari en það klaktist ekki út. Nú hefur parið látið til skara skríða á nýjan leik og að þessu sinni stal það tveimur eggjum frá samkynhneigðu pari, kvendýrum, í garðinum. Karldýrin skiptast nú á um að Lesa meira
Hollendingar loka börum og veitingastöðum vegna kórónuveirunnar
PressanFrá og með deginum í dag verður börum, kaffihúsum og veitingastöðum í Hollandi gert að loka. Þetta er hluti af hertari aðgerðum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sagði Mart Rutte, forsætisráðherra, í gærkvöldi. Sala áfengis verður einnig óheimil eftir klukkan 20. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði hann að nú yrði gripið til lokunar samfélagsins að hluta. „Við Lesa meira
Hollensk kona fékk COVID-19 í annað sinn – Lést af völdum sjúkdómsins
Pressan89 ára hollensk kona fékk COVID-19 fyrr á árinu og var lögð inn á sjúkrahús. Þar fékk hún meðferð í fimm daga og náði sér. Um tveimur mánuðum síðar veiktist hún aftur af COVID-19. Hún lést síðan af völdum sjúkdómsins. Þetta er fyrsta staðfesta andlátið þegar um annað smit af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, er að Lesa meira
Hollenska ríkisstjórnin óttast 5.000 ný kórónuveirusmit daglega
PressanSíðdegis í gær tilkynntu hollenska ríkisstjórnin og heilbrigðisyfirvöld um nýjar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra, sagði að ráðuneyti hans vænti þess að staðfest smit verði allt að 5.000 daglega en þau eru nú um 3.000. Í gær greindust 2.914 með veiruna og á sunnudaginn voru þeir 2.995. Til að takast á Lesa meira
Ótrúlegur fengur hollensku lögreglunnar í reiðskóla
PressanÍ síðustu viku lét hollenska lögreglan til skara skríða gegn reiðskóla í Nijeveen. Þetta var velheppnuð aðgerð því í henni komst upp um stærsta fíkniefnamálið í sögu Hollands. 17 manns voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Í reiðskólanum fannst vel útbúin fíkniefnaverksmiðja. Samkvæmt The Guardian þá er þetta stærsta fíkniefnaverksmiðjan sem fundist hefur í Hollandi. Þar var Lesa meira
Fundu leynilegan pyntingaklefa og fangelsi í Hollandi
PressanHollenska lögreglan fann nýlega leynilegan pyntingaklefa og fangelsi í gámum rétt sunnan við Rotterdam. Upp komst um þetta í tengslum við umfangsmikla rannsókn frönsku og þýsku lögreglunnar á stórum skipulögðum evrópskum glæpasamtökum. Í heildina hafa rúmlega 800 verið handteknir víða um Evrópu í tengslum við rannsókn málsins. Lögreglunni tókst að hlera símtöl meðlima glæpagengisins en Lesa meira
Eru dagar „Svarta-Péturs“ taldir? – Hollenski forsætisráðherrann skiptir um skoðun
PressanMark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur skipt um skoðun varðandi gamla hollenska hefð sem hefur lengi verið sögð bera merki kynþáttahyggju. En þrátt fyrir að hafa skipt um skoðun styður hann ekki bann við þessum sið. Ástæðan fyrir skoðanaskiptum forsætisráðherrans eru hin miklu Black Live Matters mótmæli víða um heim og mál George Floyd sem var Lesa meira
Minkur smitaði tvær manneskjur af kórónuveiru
PressanHollenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að 10.000 minkar skuli aflífaðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ástæðan er að tvær manneskjur smituðust af veirunni eftir að hafa komist í nána snertingu við mink. The Guardian skýrir frá þessu. Yfirvöld hafa fundið kórónuveirusmitaða minka í tíu minkabúum. Smitið uppgötvuðust í maí. The Guardian segir að þetta sé í fyrsta sinn Lesa meira