fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Talsmaður WHO gagnrýnir umfangsmiklar lokanir samfélaga – Segir sænsku leiðina vera þá réttu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 07:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Nabarro, talsmaður kórónuveirustýrishóps Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, telur ekki að umfangsmiklar lokanir á starfsemi samfélagsins séu rétta leiðin til að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Í útvarpsviðtali hjá nýsjálensku stöðinni Magic sagði hann að ríki heims eigi frekar að horfa til Svíþjóðar og viðbragða þar í landi við heimsfaraldrinum en til Nýja-Sjálands þar sem nálgunin var allt önnur. Þar var samfélaginu lokað að stórum hluta í upphafi faraldursins til að hefta útbreiðslu hans og tókst það vel og hafa stjórnvöld þar í landi góða stjórn á útbreiðslu veirunnar.

Nabarro sagðist telja betra að horfa til sænsku leiðarinnar í glímunni við faraldurinn og þannig forðast að loka of stórum hlutum samfélagsins.

„Við sjáum að þannig lokanir, þar sem fólk má ekki fara ferða sinna, koma illa við tekjumöguleika fólks, sérstaklega þeirra fátæku,“

sagði hann og bætti við að hann telji að „Svíþjóð og önnur ríki, sem hefur tekist að halda áfram án umfangsmikilla lokana, geti vísað veginn.“ Hann tók einnig fram að Svíar hafi þó átt í miklum erfiðleikum með að halda smiti frá dvalarheimilum aldraðra og það hafi kostað mörg mannslíf.

Hann sagði að markmiðið sé að fólk læri að lifa með veirunni þar til bóluefni komi fram. Þessu sé hægt að ná með því að fólk taki sjálft ábyrgð á hegðun sinni til að draga úr líkunum á smiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku