Draga 13 til ábyrgðar fyrir banvæna ferð til eldfjallaeyju
PressanÞann 9. desember 2019 hófst eldgos á White Island á Nýja-Sjálandi. 47 manns voru á eyjunni þegar gosið hófst og létust 22, að auki slösuðust margir. Nú hafa yfirvöld hafið málarekstur gegn tíu ferðaþjónustufyrirtækjum og þremur einstaklingum vegna málsins. Flestir hinna látnu voru ferðamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Malasíu sem voru í siglingu með skemmtiferðaskipi. Það er vinnueftirlitið, Lesa meira
Víðtækt kosningasvindl – Fundu 1.500 fölsuð atkvæði í kosningu um fugla
PressanNú stendur yfir árleg kosning á Nýja-Sjálandi um fugl ársins. Kosningarnar virðast vera mörgum nokkuð hitamál því rangt hefur verið haft við í þeim. Á mánudaginn voru 1.500 fölsuð atkvæði greidd í kosningunum en þau uppgötvðust og voru fjarlægð. Kosningin fer fram á netinu en með fölsku atkvæðunum tók Little-Spotted Kiwi forystuna en missti hana fljótlega aftur. Athugun leiddi í ljós að Lesa meira
Talsmaður WHO gagnrýnir umfangsmiklar lokanir samfélaga – Segir sænsku leiðina vera þá réttu
PressanDavid Nabarro, talsmaður kórónuveirustýrishóps Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, telur ekki að umfangsmiklar lokanir á starfsemi samfélagsins séu rétta leiðin til að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í útvarpsviðtali hjá nýsjálensku stöðinni Magic sagði hann að ríki heims eigi frekar að horfa til Svíþjóðar og viðbragða þar í landi við heimsfaraldrinum en til Nýja-Sjálands þar sem nálgunin var allt önnur. Lesa meira
Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
PressanÁ sunnudaginn fögnuðu Nýsjálendingar því að 100 dagar voru liðnir án þess að kórónuveirusmit greindist innanlands. En tveimur dögum síðar greindust fjögur smit í Auckland og hafa „þriðja stigs“ hömlur verið settar á í borginni af þeim sökum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagði í gær að fjögurra manna fjölskylda hefði greinst með COVID-19. Hún sagði íbúum borgarinnar að halda sig Lesa meira
100 dagar án innanlandssmits kórónuveiru
PressanHeimsfaraldur kórónuveirunnar virðist vera að sækja í sig veðrið víða um heim, þar á meðal hér á landi og í nágrannaríkjum okkar. En á sunnudaginn gátu Nýsjálendingar fagnað því að 100 dagar voru liðnir síðan síðasta innanlandssmit greindist. Nær engar takmarkanir á daglegt líf hafa verið í gildi þar í landi síðan í byrjun júní. Lesa meira
Dreymir um að flytja til Nýja-Sjálands til að sleppa frá kórónuveirunni
PressanMarga Bandaríkjamenn og Breta dreymir um að leggja heimsfaraldur kórónuveirunnar og mótmæli af ýmsu tagi að baki sér og flytja í friðsældina á Nýja-Sjálandi. Þar er hvorki kórónuveira né ofbeldisfull mótmæli á götum úti. Loftið er hreint og umhverfisstefna stjórnvalda heillar marga. Nýja-Sjáland er orðinn einn heitasti staðurinn fyrir Breta og Bandaríkjamenn sem leita að Lesa meira
Rannsaka hvort mikil neysla kóladrykkja tengist andláti barnshafandi konu
PressanÍ desember 2018 lést Amy Louise Thorpe skyndilega aðeins þrítug að aldri. Hún átti þrjú börn og var gengin fjóra mánuði með það fjórða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald er nú verið að rannsaka andlát hennar og hvort mikil neysla hennar á kóladrykkjum hafi átt hlut að máli. Thorpe fannst látin á heimili sínu í Lesa meira
Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch
Pressan18 ára piltur hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald af dómstóli á Nýja-Sjálandi. Hann er sakaður um að hafa deilt myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch á föstudaginn þegar 50 voru myrtir í tveimur moskum. Hryðjuverkamaðurinn sýndi ódæðisverk sitt í beinni útsendingu á Facebook og það var sú upptaka sem pilturinn deildi en hún er Lesa meira
Aðeins Ísland er friðsælla en Nýja-Sjáland
PressanÁ undanförnum 50 árum hafa 20 hryðjuverkaárásir verið gerðar á Nýja-Sjálandi. En Nýsjálendingar upplifðu á föstudaginn mannskæðasta hryðjuverk sögunnar þar í landi þegar ástralskur hægriöfgasinni myrti 50 manns í tveimur moskum í Christchurch. Landið hefur hingað til verið talið eitt öruggasta og friðsælasta land í heimi, aðeins Ísland er talið friðsælla og öruggara. Sky skýrir Lesa meira
Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch náði ekki að ljúka verki sínu
PressanJacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að Brenton Tarrant, sem er talinn hafa skotið 49 til bana í tveimur moskum í Christchurch í gær hafi ekki náð að ljúka ætlunarverki sínu áður en lögreglan handtók hann. The Guardian og Reuters skýra frá þessu. Haft er eftir Ardern að Tarrant hafi verið með fimm skotvopn á sér Lesa meira