fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Pressan

Fylgdust með henni á Facebook – Síðan hætti hún að fá borgað

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. júní 2020 22:00

Það er hægt að njósna um fólk á Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fimmtugsaldri hafði í 12 ár fengið greiddar örorkubætur frá danska tryggingafélaginu Velliv vegna starfsorkumissis. Hún glímir við mikla verki í öxlum, baki og hné. Nýlega hætti tryggingafélagið síðan að greiða henni bæturnar og sagði að hún hefði ýkt ástand sitt mikið. Þetta gerði félagið eftir að hafa fylgst með konunni á Facebook.

Fagbladet 3F skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi klagað til úrskurðarnefndar tryggingafélaga og haft sigur þar. Velliv vildi ekki sætta sig við niðurstöðuna og sagðist ætla að virða hana að vettugi. Félagið hefur þó breytt afstöðu sinni og er aftur byrjað að greiða konunni mánaðarlegar bætur.

Grunur vaknaði hjá Velliv um að heilsufar konunnar væri orðið betra eftir 12 ár sem bótaþegi. Af þeim sökum var byrjað að fylgjast með Facebooksíðu hennar og þar fundu starfsmenn félagsins myndir af konunni þar sem hún hélt á barni sínu. Einnig kom fram á síðunni að konan hefði tekið þátt í fjallahjólreiðum og þegar aðgangur hennar á hlaupaappinu Endomondo var skoðaður töldu starfsmenn félagsins að konan hlypi betur en þjáningar hennar ættu að gera henni kleift að gera. Af þeim sökum stöðvaði félagið greiðslur til hennar.

Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Velliv hafi ekki sannað að heilsufar konunnar væri orðið miklu betra en áður. Meðal annars væri vafi um skráningar í Endomondo. Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að aðrir hefðu hlaupið og notað appið hennar. Einnig segir að myndirnar af konunni, með barnið, séu augnabliksmyndir. Þá séu upplýsingar um hjólaferðir á fjallahjólum ekki nægur grunnur til að stöðva greiðslurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast
Pressan
Í gær

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un