fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Starmer sagður ætla að gera breytingar sem mælast afar illa fyrir hjá bresku þjóðinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2024 20:30

Keir Starmer Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag, daginn eftir þingkosningar, tók Keir Starmer við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Greint var frá því í morgun að Starmer og fjölskylda hans hyggist gera breytingar í embættisbústað forsætisráðherra í Downingstræti 10. Hafa þessar breytingar mælst frekar illa fyrir hjá mörgum Bretum en þær felast aðallega í því að húskettinum Larry verði úthýst og komið fyrir annars staðar.

Larry hefur gengt embætti yfirmúsaveiðara í embættisbústaðnum heimsfræga síðan 2011 og vakið mikla athygli hjá bresku þjóðinni og raunar víðar um heim. Þá var David Cameron forsætisráðherra en Starmer er sjötti forsætisráðherrann í embættistíð Larry. Greint var hins vegar frá því í morgunþættinum vinsæla This Morning að líklega sé embættistíð Larry, sem er orðinn 16 ára gamall, á enda.

Mirror greinir frá málinu og segir þessar fyrirhuguðu breytingar mega helst rekja til þess að börn Starmer sem eru 16 og 14 ára gömul vilji fá hund á heimilið. Það yrði þó ekki fyrsti hundurinn sem Larry yrði að deila Downingstræti með en Rishi Sunak, sem vék úr embætti forsætisráðherra fyrir Starmer, og fjölskylda hans var með hundinn sinn hjá sér á meðan hún bjó þar.

Í This Morning kom fram að börn Starmer vilji helst fá þýskan fjárhund (þ. Schäferhund) og að því sé líklegt að Larry verði látinn víkja.

Annar köttur á leiðinni

Þetta vakti óánægju stjórnenda This Morning og einnig reiði á samfélagsmiðlum. Annar stjórnendanna Gyles Brandreth sagði að þarna væri um fyrstu mistök Starmer og ríkisstjórnar hans að ræða. Breska þjóðin væri ekkert síður hrifin af köttum en hundum. Meðal ummæla sem áhorfendur létu falla á samfélagsmiðlum var „andskotist til að láta Larry í friði“ og „það er eins gott að Larry fari ekki neitt.“

Það gerir hins vegar stöðu Larry enn erfiðari að Starmer fjölskyldan á kött sem heitir JoJo sem ætlunin er að fylgi fjölskyldunni í Downingstræti en þegar nýr köttur kemur inn á heimili þar sem köttur er fyrir er að sögn líklegt að komi til árekstra þegar gamli kötturinn reynir að vernda sitt yfirráðasvæði. Því er mælt með því að halda köttunum aðskildum í upphafi og kynna þá hægt og rólega hvorn fyrir öðrum svo þeir fái tækifæri til að venjast lyktinni af hinum kettinum. Svo virðist þó sem að Starmer fjölskyldan hafi ekki í hyggju að gera það og að málið verði leyst einfaldlega með því að úthýsa Larry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Í gær

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði
Fréttir
Í gær

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli