fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

FréttirPressan

Handtekinn fyrir 12 morð og 51 nauðgun – „Góður gamall afi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 05:05

Joseph James DeAngelo Mynd: Lögreglan í Kaliforníu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fréttamannafundi í gærkvöldi tilkynnti lögreglan í Sacramento í Kaliforníu að hún hefði handtekið hinn svokallaða Golden State Killer. Sá handtekni heitir Joseph James DeAngelo og er 72 ára fyrrum lögreglumaður. Hann er grunaður um 12 morð og 51 naugðun. Þar til í gær bjó hann í friðsömu hverfi í norðurhluta Kaliforníu.

DV fjallaði um málið í gær en þá hafði spurst út að lögreglan hefði handtekið mann sem væri grunaður um að vera The Golden State Killer og East Area Rapist en það er einn og sami maðurinn að sögn lögreglunnar.

Nágrannar DeAngelo segja að hann hafi verið svolítið sérkennilegur en góður nágranni sem hafi alltaf hugsað vel um húsið sitt og garðinn.

„Hann líktist góðum, gömlum afa.“

Sagði einn nágranninn í gær.

En lögreglan er sannfærð um að bak við rennislétt yfirborðið leynist einn af afkastamestu raðmorðingjum og nauðgurum síðari tíma í Bandaríkjunum.

Eins og að leita að nál í heystakk

Lögreglan er þess fullviss að DeAngelo sé The Golden State Killer en hann er talinn hafa minnst 12 morð og 51 nauðgun á samviskunni.

„Við vissum alltaf að við værum að leita að nál í heystakk en við vissum líka allan tímann að nálin væri þarna. Við fundum nálina í heystakknum og hún var hér í Sacramento.“

Sagði Anne Marie Schubert, saksóknari, á fréttamannafundinum í gær.

Morðin og nauðganirnar áttu sér stað á tíu ára tímabili á áttunda og níunda áratugnum.

Þrátt fyrir að lögreglunni hafi borist mörg þúsund ábendingar í gegnum tíðina beindust sjónir hennar aldrei að DeAngelo. Hann náði að fela slóð sína vel en nú var það DNA-tæknin sem varð honum að falli.

Lögreglan vildi ekki upplýsa af hverju sjónir hennar hefðu beinst að DeAngelo en sagði að fyrir sex dögum hefði nafn hans komið upp í rannsókninni. Lögreglan fylgdist með honum og fékk DNA úr honum sem var rannsakað. Það passaði við DNA sem fannst á fórnarlömbunum á sínum tíma.

Fyrsta nauðgunin 1976

Það var 1976 sem The Golden State Killer lét fyrst á sér kræla en þá nauðgaði hann konu. Næstu árin var hann virkur í norðurhluta Kaliforníu en var ekki enn farinn að myrða fólk. Aðferðir hans voru yfirleitt svipaðar, grímuklæddur og vopnaður fór hann inn um glugga á húsum og réðst á fórnarlömbin, sem voru á aldrinum 13 til 41 árs, sem voru þá í fastasvefni.

Ef um hjón var að ræða hafði hann sérstaka aðferð. Hann batt þá eiginmanninn og staflaði diskum á bak hans. hann hótaði síðan að drepa hjónin ef hann heyrði diskana detta á gólfið á meðan hann nauðgaði konunni.

Það var síðan 1979 sem hann byrjaði að myrða fólk. Fyrstu fórnarlömbin voru Robert Offerman og Debra Mannin sem hann myrti í Goleta. Á næstu 10 árum myrti hann 10 manns til viðbótar.

1986, 10 árum eftir fyrstu nauðgunina, hætti hann skyndilega og hvarf af sjónarsviðinu en af hverju er ekki vitað. Á fréttamannafundinum í gær sagði Scott Jones, lögreglustjóri, að ekkert benti til að hann hafi brotið af sér eftir 1986.

Saksóknarar segja að þeir muni krefjast dauðarefsingar yfir DeAngelo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Drekkti dóttur sinni: „Ég vil ekki fara í bað mamma. Ég vil ekki bað“

Drekkti dóttur sinni: „Ég vil ekki fara í bað mamma. Ég vil ekki bað“
Pressan
Í gær

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana
Pressan
Í gær

Skotum hleypt af víða í Utrecht – Ekki vitað hver eða hverjir standa að baki árásunum – Útiloka ekki fleiri árásir

Skotum hleypt af víða í Utrecht – Ekki vitað hver eða hverjir standa að baki árásunum – Útiloka ekki fleiri árásir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manntjón í árásinni í Utrecht – Ekki útilokað að um hryðjuverk sé að ræða – Tveir árásarmenn sagðir ganga lausir

Manntjón í árásinni í Utrecht – Ekki útilokað að um hryðjuverk sé að ræða – Tveir árásarmenn sagðir ganga lausir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flaggskip Boeing flýgur ekki þessa dagana – Getur orðið mjög dýrkeypt

Flaggskip Boeing flýgur ekki þessa dagana – Getur orðið mjög dýrkeypt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk áfall þegar hann sá hvað var undir peningaskápnum

Fékk áfall þegar hann sá hvað var undir peningaskápnum