fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. september 2025 17:06

Mynd frá aðgerðum lögreglu á Edition-hótelinu um miðjan júní. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur fyrr í sumar hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi en úrskurðuð í farbann.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að ákveðið hafi verið að fara fram á farbann yfir konunni eftir að Landsréttur hafnaði því að framlengja gæsluvarðhald yfir henni lengur en til loka þessarar viku.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað konuna í tólf vikna farbann, eða til 27. nóvember, vegna rannsóknar málsins en atvikið átti sér stað um miðjan júní en fjölskyldan hafði verið á ferðalagi um landið.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu yfir konunni í lok ágúst og þá farið fram yfir meginregluna um hámark 12 vikna gæsluvarðhald, en Landsréttur stytti gæsluvarðhaldið til 6. september. Vegna þessa var ákveðið að krefjast þess í stað farbanns.

Ævar Pálmi Pálmason astoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins segir í samtali við RÚV  að úrskurður Landsréttar hafi sett aukna pressu á lögregluna. Ljóst er að rannsókn málsins er umfangsmikil og nær til nokkurra landa og engar líkur á að henni ljúki í lok vikunnar. Með farbanninu er því sú pressa orðin minni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarbær mátti afturkalla úthlutun lóðar þegar uppbygging hófst ekki innan tilskilins tíma

Hafnarfjarðarbær mátti afturkalla úthlutun lóðar þegar uppbygging hófst ekki innan tilskilins tíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“