fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2025 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, verslunarstjóra á miðjum aldri, í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu, sem var undirmaður hans, og syni hennar, sem hann lét horfa á kynlífsathafnir þeirra.

Brotin voru framin reglulega og stóðu yfir  á árunum 2016 til 2020. Segir í ákæru að Sigurjón hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og hafi hann beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni, sem og traust henanr til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar.

Sigurjón var einnig sakfelldur fyrir að hafa látið konuna hafa samræði við aðra karlmenn.

Sigurjón var jafnframt sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn syni konunnar með því að láta hann vera viðstaddan á meðan hann hafði mök við móður drengsins. Brotið gegn syninum lýtur annars vegar að því að hann stríðir einnig við andlega fötlun en hins vegar vegna þess að hluta brotatímans var hann undir lögaldri og er því líka um barnaverndarlagabrot að ræða.

Hann er einnig sakaður um að hafa áreitt soninn kynferðislega á árunum 2016 til 2020 með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Var hann þó sýknaður af þessum hluta ákærunnar, þar sem þetta þótti ekki fullsannað.

Brotin beindust einnig að kærustu sonarins en hann gekk inn á þau eru þau voru að hafa samfarir í herbergi og hafði afskipti af kynmökum þeirra.

Benti á að konan væri sjálfráða og fjárráða

Sigurjón neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig að konan væri sjálfráða og fjárráða. Því hefði hann hvorki nýtt sér þroskahömlum hennar nýtt yfirburði sína. Aðstöðumunur hefði ekki verið á mill þeirra og engin misnotkun átt sér stað.

Varðandi brot gegn syninum og kærustu hans neitaði hann einnig sök og hverfðust varnir hans þar um sönnunaratriði. Einnig byggðu varnir hans á því að verknaðarlýsing í ákæru væri ekki nægilega skýr.

Hann var hins vegar sakfelldur, m.a. vegna niðurstaðna matsaðila á andlegu ástandi konunnar.

Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir króna í miskabætur, syninum 1,2 milljónir og unnustu hans hálfa milljón króna.

Einnig þarf hann að greiða tæplega átta og hálfa milljón í málskostnað.

Dóminn má lesa hér.

Fréttinni hefur verið breytt

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis