fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Google og Apple bílar eru núna á Íslandi að mynda – Tækifæri til að öðlast frægð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 18:30

Google og Apple bílar eru á götunum. Mynd/Jakub Baurski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndatökubifreiðar frá tæknirisunum Google og Apple hafa sést á götum úti í Reykjavík að undanförnu. Eru þeir að taka myndir fyrir kortagrunna sína, Google Maps og Apple Maps.

Google bílar komu til landsins í júlí árið 2013 og mynduðu víða um land fyrir þrívíddarkerfi Google Maps, það er Google Street View. Voru myndirnar settar inn í kerfið þá um haustið. Sama ár mynduðu bílar á vegum Já.is götur landsins.

Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt breyst á rúmum áratug, sérstaklega eftir að ferðamannasprengjan fór af stað. Verður gömlu myndunum skipt út fyrir þær nýju.

Apple bílarnir eru hins vegar á Íslandi í fyrsta skipti. En þeir eru að mynda fyrir þrívíddarþjónustuna Look Around. Er verið að mynda allt landið og gert ráð fyrir að ljúka tökum þann 7. september næstkomandi.

Eins og gefur að skilja hafa náðst ýmis konar furðumyndir í grunninn þegar bílarnir keyra um iðandi mannlífið. Má því segja að nú sé tækifærið fyrir Íslendinga að fá sínar 15 mínútur af frægð.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Í gær

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Í gær

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Í gær

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins
Fréttir
Í gær

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“