fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fréttir

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 21:30

Elon Musk og Walter Isaacson kynna ævisöguna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vivian Jenna Wilson, dóttir Elon Musk, tætti ævisöguritarann heimsþekkta, Walter Isaacson, í sig í færslu á samfélagsmiðlinum Threads, sem er helsti samkeppnisaðili X sem er í eigu Musk. Isaacson skrifaði ævisögu Musk sem kom út í fyrra en þar er meðal annars fjallað um þá ákvörðun Wilson að leiðrétta kyn sitt og breyta nafni sínu.

Vivian Jenna Wilson

Hefur byrgt reiðina inni í tæpt ár

Wilson, sem er tvítug að aldri, hefur slitið samskiptum við föður sinn og sakað hann um að hafa staðið sig ömurlega í föðurhlutverkinu. Hún vill ekki kenna sig við hann né vera í nokkru sambandi við auðkýfinginn sem hefur á undanförnum misserum tekið harða afstöðu gegn trans málefnum. Í áðurnefndri ævisögu sagði hann sagt dóttur sína vera, meðal annars, heilaþveginn kommúnista og að woke-vírus hafi drepið son sinn.

Eins og frægt er á Musk, svo vitað sé, tólf börn með þremur konum og á að því er hermt er í flóknu sambandi við sum þeirra.

Í áðurnefndri færslu segir Wilson að hún hafi byrgt reiði sína inni síðan að bókin kom út í september í fyrra en loks ákveðið að stíga fram með sína hlið. Segir Wilson að Isaacson hafii sveipað Musk dýrðarljóma og notað erfiðleika hennar til að búa til harmræna sögu í bókinni. Segir hún Isaacson hafa málað mynd af sér sem sé hreint út sagt ærumeiðandi.

Rangt kyn og dauðnefnd

„Það er eins og öll tilvist mín hafi bara verið smá vesen fyrir hann. Guð blessi manninn sem að misþyrmdi barninu sínum, þetta hlýtur að hafa verið mjög erfitt fyrir hann,“ skrifar Wilson. Þá bætir hún við að Isaacson hafi viljandi notað rangt kynt og „dauðnefnt“ sig, sumsé notað gamla karlkyns nafnið sitt, án þess að hafa nokkra ástæðu til.

Þá sakar Wilson Isaacson um slæleg vinnubrögð við bókina. Hann hafi aldrei haft samband við sig með nokkru móti heldur sagst hafa reynt að ná til hennar í gegnum fjölskyldumeðlimi.

„Það er andskotans brandari að þú, ritstjórar bókarinnar og útgefendur hafið leitt þetta verk fyrir sjónir almennings,“ skrifaði Wilson.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“
Fréttir
Í gær

Sigurður Helgi er látinn

Sigurður Helgi er látinn