Elon Musk fær stuðning úr afar óvæntri átt
FréttirBernie Sanders öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum hefur tekið undir með auðjöfrinum Elon Musk um að nauðsynlegt sé að endurskoða fjárveitingar til hernaðarmála í landinu og ekki síst í ljósi þess hversu illa sé farið með þetta fé, en um afar háar upphæðir er að ræða. Þykja þessi orð Sanders mjög athyglisverð í ljósi fyrri yfirlýsinga hans Lesa meira
Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
PressanJanja Lula da Silva, forsetafrú Brasilíu, var ómyrk í máli í garð milljarðamæringsins Elon Musk á ráðstefnu G20-ríkja sem haldin var í Rio de Janeiro í Brasilíu um helgina. Janja ræddi þar meðal annars um samfélagsmiðla og nauðsyn þess að setja skýrt regluverk utan um starfsemi þeirra, meðal annars til stemma stigu við dreifingu falsfrétta. Elon Musk er eins og kunnugt er eigandi X, áður Twitter, en fyrirtæki hans Lesa meira
Elon Musk segir umdeilda færslu hans á X um banatilræðið gegn Trump hafa verið grín
FréttirAuðjöfurinn heimsþekkti Elon Musk eyddi færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X, sem hann á sjálfur, eftir að hafa uppskorið töluverða gagnrýni. Snerist færslan um morðtilræði gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, sem tókst að koma í veg fyrir í gær. Eins og er oft raunin með umdeildar færslur þekkts fólks náðu margir Lesa meira
Rowling og Musk gætu átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér vegna ummæla um Khelif – Rannsókn saksóknara hafin
FréttirHnefaleikakonan og nýkrýndi ólympíumeistarinn Imane Khelif hefur kært Elon Musk og J.K. Rowling fyrir netníð. Tæknimógúllinn og rithöfundurinn gætu átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér tapi þau málinu. Nafn hinnar alsírsku Khelif hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og hafa margir ranglega haldið því fram að hún sé karlmaður að keppa í kvennaflokki. Er það byggt á vafasömu kynjaprófi hnefaleikasambandsins IBA, sem er undir Lesa meira
Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
FréttirVivian Jenna Wilson, dóttir Elon Musk, tætti ævisöguritarann heimsþekkta, Walter Isaacson, í sig í færslu á samfélagsmiðlinum Threads, sem er helsti samkeppnisaðili X sem er í eigu Musk. Isaacson skrifaði ævisögu Musk sem kom út í fyrra en þar er meðal annars fjallað um þá ákvörðun Wilson að leiðrétta kyn sitt og breyta nafni sínu. Lesa meira
Star Wars-stjarnan felldi tár þegar dómari kvað upp úrskurð gegn Disney – Stuðningur Elon Musk skipti sköpum
FókusStar Wars-stjarnan Gina Carano, sem fór með hlutverk hinnar grjóthörðu Cöru Dune í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian, grét af gleði, að eigin sögn, þegar dómari í máli hennar gegn stórfyrirtækinu Disney vísaði frávísunarkröfu kvikmyndarisans frá og því stefnir í að mál hennar verði tekið fyrir hjá dómstólum. Eins og frægt varð var Carano, sem reis upp Lesa meira
Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“
FréttirVivian Jenna Wilson, dóttir auðkýfingsins Elon Musk, hefur borið til baka ummæli hans í nýlegu viðtali. Sagði hún faðir sinn hafa logið um ýmislegt í æsku hennar. Elon sagðist hafa verið narraður til að veita samþykki fyrir kynleiðréttingunni á Vivian, sem hét þá Xavier. Sagði Musk að mikil ringulreið hefði verið vegna covid og honum Lesa meira
Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“
FréttirElon Musk, ríkasti maður heims, segist hafa verið plataður til að veita samþykki fyrir kynleiðréttingu sonar síns. Í viðtali, sem hefur fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum, lýsir hann atburðrásinni sem „illri“ og boðaði stríð gegn „woke-vírusnum“ sem hann telur grassera. Musk hefur síðustu ár átt í erfiðu sambandi við dóttur sína, Vivian Jenna Wilson, Lesa meira
Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
PressanÁströlsk yfirvöld hafa bannað samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk að birta myndband af hnífaárás sem átti sér stað í kirkju í Sydney í síðustu viku. Elon Musk segir að áströlsk yfirvöld stundi ritskoðun en forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, segir að Musk sé „hrokafullur milljarðamæringur.“ Ástralska stofnunin eSafety Commission ákvað á dögunum að takmarka aðgang fólks að myndbandinu á samfélagsmiðlum. Albanese segir að langflest Lesa meira
Elon Musk ekki lengur ríkasti maður heims
PressanElon Musk, stofnandi Teslu, Space X og fleiri fyrirtækja, er ekki lengur í efsta sætinu yfir ríkustu einstaklinga heims. Jeff Bezos, eigandi Amazon, er nú kominn á toppinn samkvæmt milljarðamæringavísitölu Bloomberg. Eru eigur Bezos nú metnar á 200 milljarða Bandaríkjadala, 27.600 milljarða króna, á meðan eigur Musk eru metnar á 198 milljarða dala, 27.300 milljarða króna. Bezos er enginn nýgræðingur á toppi listans því hann var þar Lesa meira