fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Fyrrum forstjóri Youtube látin – Átta mánuðum eftir að 19 ára sonur hennar lést með vofveiflegum hætti

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. ágúst 2024 15:30

Susan Wojcicki starfaði sem forstjóri Youtube um 9 ára skeið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Susan Wojcicki, fyrrum forstjóri tæknirisans Youtube til níu ára, er látin 56 ára að aldri. Wojcicki var eitt af stóru nöfnunum í Sílikondalnum svokallaða í Kaliforníu þar sem helstu tæknifyrirtæki heims reka starfsemi sína.

Wojcicki var náin samstarfskona Larry Page og Sergey Brin, stofnenda Google, og var einn af fyrstu starfsmönnum þess fyrirtækis þar sem hún lék lykilhlutverk. Hún leigði til að mynda stofnendunum bílskúrinn sinn þar sem fyrirtækið var stofnað árið 1998.

Árið 2006 lagði hún það til við stofnendurna að Google myndi kaupa annað öflugt fyrirtæki, Youtube, sem varð raunin nokkru síðar fyrir 1.65 milljarða bandaríkjadali. Hún tók svo við stjórnartaumunum í Youtube árið 2014 og gegndi því starfi til ársins 2023 þegar hún dró sig í hlé af persónulegum ástæðum. Árið 2015 var hún meðal annars á lista tímaritsins TIME yfir 100 áhrifamestu manneskjur veraldarinnar.

Wojcicki hafði glímt við lungnakrabbamein undanfarin tvö ár og það var banamein hennar. Hún átti fimm börn með eftirlifandi eiginmanni sínum, Dennis Troper. Sonur hjónanna, Marco, fannst látinn á heimavist Berkeley-háskóla í febrúar á þessu ári en banamein hans var of stór skammtur af fíkniefnum. Hann var aðeins 19 ára gamall og var fráfall hans mikið áfall fyrir Wojcicki og fjölskyldu hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“