fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Tveir grunaðir um umfangsmikla netglæpi í Þýskalandi – Íslenska lögreglan aðstoðaði við rannsókn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. nóvember 2024 12:30

Vefsíður voru haldlagðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið handteknir í Þýskalandi grunaðir um umfangsmikla netglæpi. Lögreglan á Íslandi aðstoðaði við rannsókn málsins.

Mennirnir eru 19 og 28 ára gamlir, búsettir í Darmstadt og Rhein-Lahn í umdæmi lögreglunnar í Frankfurt. Þeir voru handteknir í gær, fimmtudaginn 31. október, og gerðar húsleitir hjá þeim. Hafa þeir þegar verið dregnir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa búið og séð um kerfi á netinu fyrir fíkniefnasala til þess að koma miklu magni efna á götuna. Einnig að þeir hafi aðstoðað netglæpamenn við að framkvæma svokallaðar DDoS netárásir.

Kerfi fyrir rafrettudóp

Kerfið sem þeir bjuggu til heitir Flight RCS. Þar var hægt að kaupa ýmis sérhönnuð fíkniefni, svo sem gervikannabíðóða í vökvaformi, sem hægt er að setja í rafrettur eða te. Vökvar á borð við þessa hafa verið sérstaklega vinsælir hjá ungu fólki og jafn vel börnum og hafa oft leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála og bráðatilvika.

DDoS árásir fyrir amatöra

Mennirnir eru einnig sakaðir um að koma að síðu er kallast Dstat.cc, sem gerir netglæpamönnum kleift að gera áðurnefndar DDoS árásir. Hakkarar nota slíkar árásir til þess að yfirgnæfa og lama netsíður og kerfi. Með Dstat.cc var fólki með minni tæknilega getu gert kleift að framkvæma árásirnar.

Alls voru gerðar sjö húsleitir, í Frankfurt am Main, Darmstadt, Rhein-Lahn og Rheinisch-Bergischer. Lögregluyfirvöld á Íslandi, í Frakklandi, Grikklandi og Bandaríkjunum aðstoðuðu við rannsóknina. Hald var lagt á allar vefsíður mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni