fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Niðurlæging gegn Ungverjum – Hvað sögðu netverjar? – „Guðmundur Guðmundsson er saklaus!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði stórt gegn Ungverjalandi í síðasta leik sínum í riðlakeppni á EM í Þýskalandi. Fyrir leikinn var íslenska liðið komið áfram í milliriðil eftir sigur Svartfellinga á Serbum en í þessum leik var tekist á um hvort liðið færi með tvö stig inn í milliriðil.

Jafnt var á öllum tölum á upphafskafla leiksins en eftir um 12 mínútna leik fékk besti maður ungverska liðsins, hinn 125 kg línumaður Bence Bánhidi, rautt spjald eftir gróft brot á Gísla Þorgeiri. Við þetta virtist þó leikur íslenska liðsins riðlast meira en Ungverjanna sem komust í fjögurra marka forystu en leikur íslenska liðsins einkenndist af ráðleysi og mistökum. Íslendingar náðu þó að laga stöðuna og í hálfleik var hún 13:15 Ungverjum í hag.

Síðari hálfleikur var hreinasta hörmung af hálfu íslenska liðsins. Slakur varnarleikur og ráðleysi í sóknarleik voru einkennandi. Ungverjar juku muninn jafnt og þétt. Leikurinn var í raun tapaður um miðbik hálfleiksins þegar  Ungverjar voru komnir í sjö marka forystu. Þeir héldu síðan bara áfram að auka forskotið.

Sem fyrr segir er Ísland komið í milliriðill með ekkert stig. Miðað við frammistöðu liðsins í kvöld má búast við að liðið tapi öllum leikjum sem framundan eru enda verður við afar sterkar þjóðir að etja, m.a. gestgjafana Þýskaland. Að óbreyttu verður liðið fallbyssufóður í milliriðlinum enda hefur frammistaðan í þessum riðli verið slök þrátt fyrir að liðið hafi komist áfram. Liðið náði hins vegar botninum hingað til í slakri spilamennsku í þessum leik gegn Ungverjum.

Lokatölur urðu 25:33 fyrir Ungverjaland.

Loga langaði að henda flösku inn á völlinn

Eins og nærri má um geta fóru handboltasérfræðingar hörðum orðum um frammistöðu íslenska liðsins eftir leikinn. Logi Geirsson sagði í viðtali við RÚV: „Hvar er andinn? Hvar eru stríðsmennirnir?“ – Sagðist hann hafa verið svo pirraður með frammistöðuna að hann langaði til að kasta plastflösku inn á völlinn.

Það var samdóma álit sérfræðinga í HM stofunni að andleysi hefði einkennt liðið í leiknum. Kristján Kári var  harðorðari en Ásgeir Hallgrímsson og sagði að það liti út eins og liðið hefði ekki til að bera baráttuanda. Hann ítrekaði þó að það liti þannig út, hann væri ekki að meina að það væri raunin.

Eins og venjulega þegar Ísland keppir stóra landsleiki fóru netverjar á kostum, á Twitter og Facebook. Hér gefur að líta sýnishorn af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“