fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Sverrir í Nýju vínbúðinni ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti – Faðir hans fékk 10 mánaða dóm fyrir skattalagabrot á síðasta ári

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 08:52

Sverrir Einar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi og rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar, hefur verið ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Vísir greindi frá. 

Sverrir Einar er ákærður af héraðsaksóknara fyrir aðkomu sína að rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og hafa verið afskráð. Í frétt Vísis, sem hefur ákæruna undir höndum, kemur fram að málið gegn athafnamanninum verði þingfest í mars.

Um er að ræða einkahlutafélögin BHG ehf, Sogið veitingar ehf. og Jupiter gisting ehf. Sverrir Einar er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri félaganna sem framkvæmdastjóri þeirra og stjórnarmaður. Sogið veitingar ehf. var félag utan um rekstur Þrastalundar en Jupiter gisting var um tíma rekstrarfélag Hótel Brims í Skipholti.

Nánar er fjallað um málið á Vísi

Ævintýralega viðskiptasaga

DV hefur ítrekað fjallað um ævintýri Sverris Einars í viðskiptalífinu undanfarin ár. Hann hefur rekið starfsmannaleigu, keypt og selt Íslendingum gull, rekið pizzustað í miðbænum, selt Herbalife, stofnað smálánafyrirtæki og boðið landanum upp á 95% fasteignalán svo eitthvað sé nefnt. Þá var hann fljótur til að grípa hið nýja tækifæri sem virðist felast í að stofna erlenda vefverslun og selja Íslendingum áfengi í gegnum netið.

Sjá einnig: Sverir opnar Nýju vínbúðina

Faðir Sverris Einars fékk dóm fyrir skattsvik

Faðir Sverris Einars er sjónvarpspredikarinn Eiríkur Sigurbjörnsson, gjarnan kenndur við Omega. Eiríkur var í október á síðasta ári dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir skattsvik auk þess sem honum var gert að endurgreiða ríkissjóði um 109 milljónir króna.

Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri á Omega. mynd/Teitur Jónasson

Eríkur var dæmdur fyrir að skila  efnislega röngum skattframtölum á árunum 2011-2016. Þá var hann sagður hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram ríkulegar úttektir úr fyrirtæki í rekstri sem hann nýtti sér persónulega.

Sjá einnig: Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk 10 mánuði skilorðsbundna og 109 milljón króna sekt 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður féll niður um sjö tröppur á skemmtistað – Bíl rænt og eiganda ógnað með skotvopni

Maður féll niður um sjö tröppur á skemmtistað – Bíl rænt og eiganda ógnað með skotvopni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“