fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ófögur sjón blasti við Agnesi í gær – Tveggja vikna lamb fláð og skorið fyrir utan eldhúsgluggann

Rafn Ágúst Ragnarsson, Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 10:34

Agnes Klara Ben Jónsdóttir og lambið sem var drepið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófögur sjón blasti við Agnesi Klöru Ben Jónsdóttur, sauðfjárbónda á Fellunum sem staðsett eru rétt fyrir utan Egilsstaði, og eiginmanni hennar í gærmorgun. Búið var að drepa lamb þeirra sem fæddist þann 21. maí síðastliðinn, hræið fláð og skrokkurinn var horfinn. „Við erum meira en orðlaus,“ segir Agnes um málið í færslu sem hún birti í Facebook-hópi Sauðfjárbónda.

Hræ lambsins sem var drepið fannst á miðju túni hjá Agnesi, beint fyrir utan eldhúsglugga þeirra. „Maðurinn minn er bara á leiðinni með stelpuna á leikskólann og hræið til lögreglu. Við vorum eiginlega bara ekkert að trúa þessu í gær,“ segir Agnes í samtali við DV.

„Við horfum bara yfir bara út um gluggann, túnið er bara út um eldhúsgluggann hjá okkur. Þannig að þegar ég er að keyra bílinn hjá mér bara inn afleggjarann hjá okkur þá hugsa ég: „Bíddu af hverju situr hundurinn þarna?“ Hún sat eiginlega bara og benti okkur á þetta. Þetta er voðalega sérstakt. Maður vill náttúrlega bara ekki trúa þessu.“

Telur möguleika á að túristar hafi drepið lambið

Agnes segir að í fyrstu hafi hún hugsað að þetta væri verknaður tófu en síðan sáu þau að augljóst var að þarna hefði verið manneskja á ferð. „Það var ekkert blóð á ullinni, ef að tófa eltir þetta upp þá náttúrlega bítur hún og þá kemur blóð. Það var ekkert blóð,“ segir hún og furðar sig á því að þetta unga lamb hafi verið drepið. „Ég skil ekki hver hefur geð á að borða tveggja vikna gamalt lamb.“

Þá veltir Agnes því upp að mögulega hafi túristar drepið lambið. „Þetta er voðalega sérstakt en þetta hefur náttúrlega auðvitað gerst. Túristar hafa alveg veitt sér til matar. Það gerðist hérna í Breiðdalnum hérna fyrir austan 2017. Ellefu karlmenn voru að hlaupa á eftir lambi. Þó að maður vilji ekki segja það þá er auðvitað í vissum trúarbrögðum þá er náttúrlega fórnað dýrum og þykir eðlilegt að veiða sér til matar. Við auðvitað ölum þetta til matar en maður kannski ætlast til að það sé gert löglega. En það hafa alveg bændur lent í því að það komi túristar upp að bæ og fara út á tún til að ná sér í lamb,“ segir hún.

„Ég trúi ekki að þetta séu Íslendingar, ekki fólk á svæðinu eða eitthvað svoleiðis.

Ólíklegt að þetta hafi ekki verið af mannavöldum

Agnes segir að Matvælastofnun eigi eftir að fá málið í hendurnar og þá sé hægt að greina það betur hvað gerðist. „Hvort þetta sé ekki af mannavöldum en við erum búin að fá álit frá bændum allt í kringum okkur og það er enginn sem segir að þetta geti verið dýr, það sé bara ekki fræðilegur möguleiki. Þetta væri þá allavega rosa fært dýr, já, bara með hnífinn með sér,“ segir hún.

Einhverjir hafa velt upp þeim möguleika að þetta gæti hafa verið verknaður hafarnar en Agnes þvertekur fyrir að það sé möguleiki. „Ef þetta væri haförn þá væru hundarnir okkar farnir. Hvolparnir hjá okkur eru eitt kíló. Ég hef líka aldrei séð haförn á þessu svæði. Mér finnst það mjög hæpið,“ segir hún.

Agnes birti myndband af hræi lambsins þar sem sjá má hversu snyrtilega það var drepið. Miðað við það sem sjá má í myndbandinu verður að teljast harla ólíklegt að eitthvað annað en manneskja hafi drepið lambið.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan en við vörum viðkvæma við því:

video
play-sharp-fill

„Maður skilur þetta ekki alveg“

Agnes segir að nú fari málið í ferli og hún biðlar til fólks að vera vakandi fyrir óvenjulegum mannaferðum í kringum sveitabæi. „Ef þetta eru túristar sem eru að taka hringinn sem eru að taka hringinn og ná sér í lamb í hverjum landshluta. Þá er allavega gott að fólk viti að þetta sé búið að gerast hérna. Þetta er stórfurðulegt. Maður skilur þetta ekki alveg.“

Að lokum furðar Agnes sig á því að lambið hafi verið valið fram yfir fullorðna rollu. „Ég hefði allan daginn tekið rolluna, miklu auðveldara að elta það uppi en lambið. Lambið er svo snöggt og fljótt á meðan rollan er þyngri á sér. Miklu meira kjöt þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Hide picture