fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Allt logaði á Twitter í dag eftir að Ólöf í Öfgum sakaði tvær konur um að villa á sér heimildir – „Takið þetta tafarlaust út. Sjúkt djók!“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. janúar 2022 22:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að ein alls herjar styrjöld hafi átt sér stað meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Rekja má upptökin til færslu sem Ólöf Tara Harðardóttir, þjálfari og stjórnarmeðlimur Öfga, birti um klukkan 15 í dag. Í færslunni segist Ólöf hafa fengið ábendingu um að tvær konur væru að „villa á sér heimildir“ sem meðlimir í Öfgum. Konurnar sem um ræðir höfðu sett titla á borð við „ritstjóri Öfga“ og „stjórnarmeðlimur Öfga“ í lýsingu á sér á Twitter.

„Þær eru EKKI partur af samtökunum,“ tók Ólöf skýrt fram og útskýrði svo hvers vegna henni þætti þetta alls ekki í lagi.  „Fyrir einhverjum er þetta eflaust saklaust grín, en ef þolandi sendir á rangan aðila viðkvæmar upplýsingar getur það valdið þeim verulegum óþægindum,“ segir hún og skipar konunum tveimur vinsamlega að fjarlægja titlana tafarlaust.

Fleiri meðlimir Öfgar tóku undir með Ólöfu, til að mynda Helga Ben. „Takið þetta tafarlaust út. Sjúkt djók!“ sagði Helga.

„Taktlaust og ljótt“

Konurnar tvær brugðust ekki vel við þessari skipun frá Öfgum. Önnur þeirra breytti titli sínum í „EKKI ritstjóri Öfga“ og hin sagðist vera formaður íþróttanefndar Öfga. Þetta uppátæki fór einnig illa í meðlimi Öfga sem kröfðust þess enn og aftur að þær myndu fjarlægja þessa tengingu sína við Öfga og það strax. „Helsjúkt „djók“,“ sagði Ólöf eftir að þær breyttu titlum sínum á þessa vegu.

Það voru þó ekki bara meðlimir Öfga sem tóku þetta nærri sér. „Sorry en fyrir mér er hér verið að gera lítið úr Öfgum og ég túlka það einnig það sé verið að gera lítið úr þolendum og fleira fólki sem Öfgar hafa hjálpað, taktlaust og ljótt „grín“ eða ákveðin pick me girl taktík,“ segir til að mynda kona nokkur í athugasemdunum undir fyrstu færslunni sem Ólöf birti um málið.

Ólöf tók undir með þessari konu og sagði að uppátæki þessara tveggja kvenna væri óvirðing við þolendur.

„Hversu brenglað fokking hugafar?“

Jón Bjarni Snorrason, sem hefur á undanförnu ári orðið afar vinsæll á Twitter, var einnig með titil sem vísaði í Öfga í lýsingunni hjá sér á miðlinum. Ólöf kallar Jón Bjarna „sýndar aktívista“ fyrir vikið en hann hefur að undanförnu verið áberandi í umræðu um kynferðisofbeldi og önnur samfélagsmál.

Þessi uppnefning fór ekki vel í Jón Bjarna sem furðar sig á hugarfarinu hjá Öfgum í þessu máli. „Hvernig er að grínast í öfgum einhver útskráning úr aktívisma? Hvernig er það að gagnrýna öfga einhver árás á þolendur? Eigið þið einkarétt á því að styðja þolendur? Hversu brenglað fokking hugafar?“ segir Jón Bjarni og segir Öfgum síðan að skammast sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”