fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 09:15

Samsett mynd - Lára V. Júlíusdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilvik hafa komið upp hér á landi þar sem fyrirtæki hafa beint þeim tilmælum til starfsfólks, sem kemur frá útlöndum, að það mæti ekki til vinnu fyrr en það hefur farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, telur að atvinnurekendum sé heimilt að krefjast þess að starfsfólk fari í sýnatöku en sama máli gegni ekki um bólusetningar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Atvinnurekandi hefur stjórnunar vald yfir starfsmönnum sínum, skipunarvald og þeim ber að hlýða“ er haft eftir Láru sem bætti við að það þurfi að hafa í huga að nú séu fordæmalausir tímar. Hún sagði jafnframt að ef atvinnurekandi óski eftir að starfsmaður fari í skimun áður en hann mætir til vinnu beri honum að standa straum af þeim kostnaði sem falli til vegna þess, þar með talin laun.

Hún sagði það sitt mat að erfitt sé fyrir starfsmann að halda því fram að atvinnurekandi sé að fara út fyrir valdsvið sitt ef hann skikkar viðkomandi í skimun. „Ég myndi halda að starfsmaður sem telur að atvinnurekandi fari þarna út fyrir valdsvið sitt að einhverju leyti, hann sé bara ekkert í mjög góðum málum. Atvinnurekandi geti óskað eftir þessu og fólk verði bara að sæta því enda sé þetta ekki langt út fyrir það sem skynsemi mælir með,“ sagði hún. Hún sagði öðru máli gegna um bólusetningu. „Ég tel að bólusetning sé svo sterkt inngrip að atvinnurekandi geti ekki skyldað starfsmann til slíks gegn vilja starfsmannsins. Vinnuréttarskyldur geti ekki náð svo langt. Atvinnurekandi þarf hins vegar ekki að hafa óbólusettan mann í vinnu og getur sagt honum upp starfi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“