fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“

Auður Ösp
Mánudaginn 29. júní 2020 12:27

Ljósmynd: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór þarna uppeftir í gærkvöldi og prófaði að  stíga á malbikið í venjulegum skóm. Það er flughált, eins og svell. Þetta er bara stórhættulegt,“ segir Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir formaður Snigla bifhjólasamtaka í samtali við DV. Samtökin hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun en mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist.

Líkt og fram hefur komið þá létu tveir lífið eftir al­var­legan á­rekstur mótor­hjóls og hús­bíls á Vestur­lands­vegi á Kjalarnesi í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjólinu. Slysið átti sér stað á vegar­kafla á milli Grundar­hverfis á Kjalar­nesi og Hval­fjarðar­­ganga en þar var ný­lagt mal­bik sem reyndist vera nokkuð sleipt eftir rigningu.  Á dögunum kom þessi vegakafli  til umræðu í Facebookhópnum Kjalarnes, færð og veður. Margir meðlimir hópsins vöruðu við hversu sleipur vegurinn er og var vegakaflinn meðal annars  kallaður „dauðagildra.“

Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu og rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa. Þá hefur Vegagerðin hafið úttekt á vegarkaflanum sem um ræðir og hyggst rannsaka hvað hefði betur mátt fara. Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan eitt í dag á meðan framhaldsrannsókn fer fram.

Mótmælin verða þögul

 Í tilkynningu á  facebooksíðu mómælanna segir:

 „Í ljósi atburðar sem kostaði mannslíf, erum við mótorhjólafólk búin að fá nóg
Við krefjumst þess að Vegagerðin á Íslandi muni þegar í stað gera úrbætur á þeim vegköflum sem skapa hafa mikla hættu víðsvegar um landið.

Með okkar dýpstu virðingu við aðstandendur, þá eigum við öll fjölskyldu og vini, við viljum ekki verða næst, og stærsta ferðahelgi ársins er framundan.

Mótmælin verða þögul en sterk, sýnum samstöðu í verki.“

Mótmælin munu fara fram kl 13, við skrifstofur Vegagerðarinnar í Borgartúni 5-7.

Titrandi tímasprengja

„Við höfum talað við Vegagerðina og Samgönguráðherra en það hefur bara ekki verið hlustað á okkur. Ég frétti í gær að fyrir nokkrum árum síðan varð banaslys á svona malbiki, á svona vegkafla. Mér var sagt að það hafi verið að minnsta kosti þrjú önnur slys,“ segir Þorgerður í samtali við DV. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær næsta slys verði.

„Hvað næst? Við eigum fjölskyldu og vini og við viljum ekki verða næst. Það er landsmót bifhjólamanna næstu helgi. Margir sem fara frá Reykjavík og fara austur og enda svo landsmótið fyrir norðan.“

Hún segir meðlimi Sniglana í áfalli eftir fréttir gærdagsins. „Við trúum þessu ekki. Andrúmsloftið er ofboðslega þungt. Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Ekið á hjólreiðamann
Fréttir
Í gær

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“
Fréttir
Í gær

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölva Reykjavíkurborgar segir nei við Múlalund: „Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt“

Tölva Reykjavíkurborgar segir nei við Múlalund: „Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir dópaðir keyrðu niður ljósastaur í Mosó og vísuðu svo hvor á annan

Tveir dópaðir keyrðu niður ljósastaur í Mosó og vísuðu svo hvor á annan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Falak birti myndband af slagsmálum og allt varð brjálað – „Ofsalega mikill tussuskapur í gangi“

Edda Falak birti myndband af slagsmálum og allt varð brjálað – „Ofsalega mikill tussuskapur í gangi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum