Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fréttir

Magapest Kristínar á Kanarí reyndist vera dálítið meira: „Eitt það ógeðslegasta sem ég hef lent í á ævinni“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 13:46

Kristín sendi ormunum löngutöng. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi hennar. Mynd: Trölli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hvet alla þá sem þetta lesa að vera á varðbergi, því þetta er ekki eina ormategundin sem getur borist í okkur og enginn er óhultur,“ segir Kristín Sigurjónsdóttir sem lenti í heldur óþægilegri lífsreynslu fyrir jól þegar ormar komu sér fyrir í iðrum hennar.

Kristín, sem er fréttastjóri Trölla.is á Siglufirði, skrifaði pistil um þetta um helgina og er óhætt að segja að frásögnin hafi vakið talsverða athygli – og eflaust hroll hjá sumum. „Að vera sýkt af ormum í meltingarfærum er það eitt það ógeðslegasta sem ég hef lent í á ævinni,“ segir hún.

Gætir alltaf vel að hreinlæti

Kristín dvaldi á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019, í helli þeirra hjóna Kristínar og Gunnars Smára Helgasonar í fjöllunum á Kanarí. Fljótlega eftir komuna út fór að bera á óþægindum í maga, en það er oft fylgifiskur þess að fara í annað umhverfi þar sem maturinn getur verið öðruvísi en við eigum að venjast.

Í pistlinum tekur Kristín fram að hún gæti ávallt mjög vel að öllu hreinlæti. Þannig drekki hún ekki vatn úr krana í útlöndum, sýður matvæli upp úr vatni sem keypt er í verslunum og reynir að vanda valið eins og möguleiki er á þegar matur er pantaður á veitingastöðum.

„Sest ekki á almennings salerni nema að þrífa þau áður með þar til gerðum klútum og er frekar smámunasöm þegar kemur að hreinlæti almennt,“ segir hún.

Kristín segir að hún hafi talið að magakveisan myndi ganga yfir, en í stað þess að ná bata hélt Kristínu áfram að versna. Hún var orkulítil og leið eins og það væri grjót í maganum á henni.

Lasin með stanslausa hungurtilfinningu

„Svona liðu rúmir tveir mánuðir og þrekið var afleitt, alltaf eins og ég væri hálf lasin og með stanslausa hungurtilfinningu,“ segir hún. Hún fékk að lokum nóg þegar hún fór að finna fyrir mjög slæmum verkjum og óþægindum sem hún þekkti ekki. Grunaði læknana að þetta gæti tengst hjartanu eða kransæðunum og vildu því kanna málið nánar. Svo fór að hún var lögð inn á sjúkrahús þar sem ýmsar rannsóknir voru gerðar. Ekkert kom þó í ljós sem gat varpað ljósi á þessi óþægindi sem Kristín fann fyrir.

Hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu tveimur dögum síðar en var samt alveg jafn slöpp og áður. Veikindin héldu áfram að ágerast og fór hún að finna fyrir blóðbragði í munni, þá vaknaði hún upp með blóðnasir sem hún hafði ekki gert áður. Kviðverkirnir voru áfram til staðar, flökurleiki og almenn vanlíðan. „Þegar þarna er komið er ég með mjög slæman niðurgang sem engan enda ætlaði að taka.“

Kristín segir að eiginmaður hennar hafi hugsað vel um hana í veikindunum og keypt allskonar stemmandi fæðu, steinefni og bætiefni til að láta henni líða betur. Allt kom fyrir ekki og aðfaranótt sunnudagsins 10. nóvember fór Kristín að fá kuldaskjálfta þar sem fingur krepptust saman og dofnuðu. Um morguninn blasti ófögur sjón við henni.

„Um morguninn verð ég vör við orsökina á þessum veikindum, ljósleita orma um 2 cm langa. Mér varð mikið um að sjá þá, enda ekki það fyrsta sem okkur frá norðurhjara veraldar dettur í hug þegar eitthvað bjátar á. Förum við hjónin þá umsvifalaust aftur á áðurnefnt sjúkrahús.

Það er enginn sem býður svona gesti velkomna. Mynd: Wikipedia.

Kemur þá í ljós að ég er virkilega veik, haldin ofþornun, með blóðnasir og kalíumskort. Var ég lögð inn með það sama, mátti ég hvorki borða vott né þurrt næsta sólarhringinn. Fékk vökva í æð til að sporna við ofþornun, kalíum og send í allskonar rannsóknir. Einnig greindist ég með kampýlóbakteríu.

Kom úr ávöxtum eða grænmeti

Kristín dvaldi á sjúkrahúsinu í þrjá sólarhringa þar sem hún fékk vökva í æð, sýkla- og ormalyf auk þess sem hún var spurð ýmsum spurningum um hvað og hvar hún hafði borðað og hvort hún hefði umgengist dýr. Sýnataka og rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða ormategund sem nefnist Helminthiasis, sem er samheiti yfir allmargar tegundir.

„Þessi sem ég var sýkt af kemur úr ávöxtum og grænmeti, er mun algengara að börn verði fyrir þessari tilteknu sýkingu en fullorðið fólk. Smitleiðin á þessum ormum er sú að eggin lifa í jarðvegi og berast þaðan í ávexti og grænmeti. Maðurinn er uppáhaldshýsillin og þetta berst til okkar með illa þrifnu grænmeti og ávöxtum. Sá sem er sýktur af þessum ormum getur ekki smitað aðra og var það mér mikill léttir,“ segir hún.

Kristín segir að læknirinn hennar hafi ekki getað sagt til um hversu lengi hún hafði verið sýkt eða hvar hún hafði sýkst. Það sé alveg eins möguleiki að hún hafi smitast á Íslandi, í Evrópu, á meginlandi Spánar eða á Kanaríeyjum. Allt hafi þó bent til þess að hún hafi borið sýkilinn talsvert lengi. Eftir að hafa gengist undir lyfjagjöf á Kanaríeyjum var henni sagt að búið væri að útrýma ormunum.

„Síðan tók ég annan lyfjakúr til öryggis að læknisráði þegar heim var komið ef það hefðu orðið einhver egg eftir á lífi. Kemur þá í ljós að það eru enn ormar inni í mér og var það mér mikið áfall, en kom ekki á óvart því einkennin voru að koma til baka.

Eftir seinni lyfjagjöfina fer mér að líða betur og eru send sýni til að athuga hvort lyfjagjöfin hafi ekki náð að vinna á ormunum.  Á Þorláksmessu fæ ég síðan þær gleðifréttir að búið sé að útrýma þessum ófögnuði.“

Allt önnur í dag

Kristín segist hafa skrifað pistilinn til að vekja fólk til umhugsunar um þessi einkenni og eins til að vera á varðbergi. „Því þetta er ekki eina ormategundin sem getur borist í okkur og enginn er óhultur,“ segir hún og bætir við að í þessu ljósi hafi hún verið heppin, þrátt fyrir allt. Sumar tegundir séu erfiðari viðureignar en þessi.

Kristín endar greinina á þeim orðum að þeir læknar sem komu að málinu hér heima á Íslandi hafi reynst henni virkilega vel og voru allir af vilja gerðir til að aðstoða hana. Þá segist Kristín vera búin að ná góðum bata.

„Í dag er ég orðin allt önnur, hef náð upp góðri orku og lífsgleði. En er auðvitað smá óþekktarormur sem aldrei fyrr,“ segir hún létt að lokum.

Hér má lesa allan pistil Kristínar á vef Trölla.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Katrín í áfalli yfir ofbeldinu: „Við sem erum fullorðin hljótum og verðum að bregðast við“

Katrín í áfalli yfir ofbeldinu: „Við sem erum fullorðin hljótum og verðum að bregðast við“
Fréttir
Í gær

Íslendingar sagðir eiga heimsmet í verkföllum

Íslendingar sagðir eiga heimsmet í verkföllum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 sem ættu að kynna stigin fyrir Ísland á Eurovision

5 sem ættu að kynna stigin fyrir Ísland á Eurovision
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Refsing þyngd yfir Inga Páli Bollasyni sem réðst á fjögurra ára gamalt barn – „Mér þykir þetta ótrúlega vægur dómur“

Refsing þyngd yfir Inga Páli Bollasyni sem réðst á fjögurra ára gamalt barn – „Mér þykir þetta ótrúlega vægur dómur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi tjáir sig um dóm Héraðsdóms Vesturlands – Var dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir

Björn Ingi tjáir sig um dóm Héraðsdóms Vesturlands – Var dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir