fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Andri Snær segist hafa þolað lygar og óhróður um sig – „Ógeðslegasta tilfinning sem þú getur lent í“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2019 17:00

Andri Snær Magnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason rithöfundur var sakaður um að hafa bara gefið út eina bók á tíu ára tímabili en hafa á sama tíma úthlutað sér 40 milljónum króna í starfslaun rithöfunda sem stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að stjórn Rithöfundasambandsins hefur ekkert með starfslaun rithöfunda að gera og á umræddu 10 ára tímabili gaf Andri Snær út þrjár bækur, skrifaði handrit að heimildarmynd og skrifaði leikrit. Síðast en ekki síst var hann ekki í stjórn Rithöfundasambandsins á þessum tíma.

Andri Snær fer yfir þetta og fleiri mál í viðtal á Rás 1 en efni viðtalsins er endursagt í grein á vef RÚV. Andri segir að það hafi verið ógeðsleg tilfinning að geta ekki leiðrétt lygarnar um sig en um þetta segir í frétt RÚV:

„Árið 2016 urðu raddir mjög háværar í árlegri umræðu um listamannalaun og beindust spjót margra að úthlutun til Andra Snæs síðustu árin. „Það var sagt að ég hefði verið í stjórn Rithöfundasambandsins og úthlutað sjálfum mér fjörutíu milljónum á tíu árum fyrir eina bók,“ rifjar hann upp. „Þetta var svo mikil vitleysa ég hugsaði, „hvernig gat ég skrifað eina bók á tíu árum ef ég fékk bókmenntaverðlaun tvisvar á þessu tímabili, það er ekki hægt.“ Þetta var blómatími hjá mér. Ég skrifaði þrjár bækur og þessa hér, tvö leikrit og heimildamynd. Það er ekki hægt að ljúga að einhver bók sé ekki til en fullt af fólki var tilbúið að trúa þessu.“

Á þessum tíma komst hann að því að eigin sögn hvað internetið getur verið ljótur staður. „Þetta er það eina neikvæða sem ég hef upplifað. Mér finnst eitt að eiga debatt við fólk og leiðinlegt að tapa einhverju en svona internetviðbjóður er einhver ógeðslegasta tilfinning sem þú getur lent í. Það er bara hreinn viðbjóður, af því að þú getur í rauninni ekki leiðrétt hann. Þú hefur einn-tvo daga meðan steypan harðnar.“

Andri kaus á sínum tíma að svara ekki þessari gagnrýni en sér eftir því:

„Andri fór yfir bókhaldið hjá sér eftir að hafa lesið óhróðurinn á netmiðlum og deildi þessum 40 milljónum í mánaðarfjöldann sem hann hafði fengið laun. Útkoman var tvöfalt hærri en launin voru í raun, segir hann. „Ég taldi bækurnar í hillunni líka. Ég var ekki einu sinni í stjórn sambandsins á þessum tíma.“

Andra var ráðlagt að svara gagnrýninni ekki en segir eftir á að hyggja að það hafi verið mistök að segja ekkert. „Ég hefði heldur aldrei getað skrifað þessa bók án þess að fá styrk frá launasjóðinum,“ segir hann. „Það var líkamlega erfitt að skrifa þessa bók. Þetta var ótrúleg vinna, við konan mín unnum í 18 tíma á dag á tímabili.“

Andri Snær sendir nú frá sér bókina Um tímann og vatnið sem hefur fengið gífurlega góðar viðtökur. „Þar tvinnar hann saman persónulegar sögur frá fjölskyldu sinni, eigin reynslu og ýmsar hugleiðingar um þróun lífs á jörðinni, mannlegan breyskleika, loftslagsbreytingar og bráðnun jökla,“ segir í frétt RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“