fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Anna Kolbrún ætlar ekki að segja af sér þingmennsku – Hef aldrei grátið jafnmikið á ævinni og undanfarna daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 07:44

Anna Kolbrún Árnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Hún var ein sexmenninganna úr hópi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem létu óviðeigandi ummæli falla um samstarfsfólk sitt og ýmsa aðra á barnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.

DV hefur birt upptökur af þessum samræðum þingmannanna og hafa þær vakið mikla athygli og reiði í þjóðfélaginu. Viðtal er við Önnu í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segist ekki ætla að segja af sér. Hún segist gera sér grein fyrir að hún lét þessar umræður viðgangast en átti sig jafnframt á að það hafi ekki verið á hennar ábyrgð að stöðva drukkna menn í að ræða saman.

„Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru al­veg ótrú­lega mörg „Ég hefði“.

Segir Anna meðal annars.

Hún segir að þegar hún hafi komið á Klaustur hafi henni verið boðinn stór bjór og hún hafi drukkið hann og einn lítinn til viðbótar. Hún hafi drukkið þá á löngum tíma og hafi ekki verið drukkin eins og haldið hefur verið fram í umfjöllun um málið. Hún sagðist hafa verið fyrsti þingmaður Miðflokksins sem yfirgaf staðinn og þegar út var komið hafi hún sagt við Ólaf Ísleifsson að þetta hafi verið of mikið en þar hafi hún átt við ákafann í mörgum viðstaddra.

„Ég upp­lifði þetta þannig að ég hafi ít­rekað reynt að skipta um umræðuefni, án ár­ang­urs.“ 

Er haft eftir Önnu sem segist aldrei hafa grátið jafnmikið á ævinni og undanfarna daga og hafi meðal annars brostið í grát á fundi þingflokksformanna í gær.

„En ég er hætt að vera hrædd við að gráta. Það er alltaf ætl­ast til þess að fólk fari allt á hnef­an­um og sýni hvorki til­finn­ing­ar né veik­leika­merki. Af hverju má ekki sýna til­finn­ing­ar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus