fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Kakkalakkar í Dósaseli: „Starfsmenn fylltust viðbjóði“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku þurfti að loka Dósaseli í Reykjanesbæ eftir að starfsmenn urðu þess varir að kakkalakkar skriðu upp úr einum dósapokanum. Meindýraeyðir var kallaður á staðinn og í framhaldinu var allt þrifið hátt og lágt.

Inga Jóna Björgvinsdóttir, forstöðumaður Dósasels, sem er móttökustöð fyrir flöskur og dósir, segir í samtali við DV að starfsfólkið hafi í fyrstu fyllst viðbjóði þegar þau sáu kakkalakkana. En í sameiningu týndu þau 10 kakkalakka af gólfinu. Inga Jóna segir þá hafa verið drapplitaða og frekar smáa en ekki svarta og stóra líkt og margir þekkja frá heitari löndum.

„Meindýraeyðirinn sagði okkur að hann færi allavega einu sinni í viku að eitra fyrir kakkalökkum í bænum,“ segir Inga Jóna að hún telur að þeir komi með búslóðum fólks sem flytur til Íslands.

„Þeir lifa ekki úti á götu eins og annarstaðar í heiminum. Heldur inni á heimilum, í geymslum og bílskúrum fólks.“

Inga Jóna segir að þau hafi ekki orðið vör við fleiri kakkalakka eftir þetta. Því sé nokkuð öruggt að sú róttæka aðgerð sem farið var í hafi skilað árangri.

Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu þar er haft eftir Ragnari Guðleifssyni, meindýraeyði, að það hafi aukist töluvert á Suðurnesjum og víðar um landið að óskað sé eftir því að eitrað sé fyrir kakkalökkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maríjon til Kvis

Maríjon til Kvis
Fréttir
Í gær

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Í gær

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Plastgerð Suðurnesja – Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi

Harmleikur í Plastgerð Suðurnesja – Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður á sjötugsaldri fékk grunnskólastelpur heim til sín, veitti þeim áfengi og áreitti þær

Maður á sjötugsaldri fékk grunnskólastelpur heim til sín, veitti þeim áfengi og áreitti þær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Apótekaraskelfirinn fékk þungan dóm

Apótekaraskelfirinn fékk þungan dóm