fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 14:45

Voveifleg hnífaárás átti sér stað í gærkvöldi. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka fór í hjartastopp eftir hnífstunguárás á menningarnótt. Var hún endurlífguð á staðnum.

Mbl.is greinir frá þessu.

Hjúkrunarfræðingurinn Ryan Corcuera, sem starfar á taugadeild Landspítala, átti leið fram hjá vettvangi árásarinnar, við Skúlagötu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. En þrjú ungmenni voru stungin og voru færð á bráðamóttöku Landspítalans.

Í samtali við mbl.is segist Ryan hafa séð stúlkuna, sem var á aldrinum 16 til 18 ára, liggjandi í blóði sínu á götunni. Allir hafi verið í sjokki, sumir öskrandi. Einn af þeim líklegast kærasti hennar. Nokkuð af fólki stóð í kringum stúlkuna þegar Ryan kom að og kom stúlkunni til hjálpar.

„Eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur fór hún í hjarta­stopp,“ sagði Ryan. Hún hafi verið föl og ekki geta opnað augun. „Það þurfti bara að hefja end­ur­lífg­un strax.“

Með endurlífgunaraðferðum tókst honum að endurlífga stúlkuna á tveimur eða þremur mínútum. Nokkrum mínútum eftir það mætti sjúkrabíll á staðinn. Var hún flutt á slysadeild og í aðgerð. Hún var í lífshættu.

Greint er frá því að Ryan, sem er upprunalega frá Filippseyjum, sé í áfalli eftir þetta. Hann sagðist vona að stúlkan væri á batavegi og óskar fjölskyldu hennar góðs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“