fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Mexíkóreisa Dags borgarstjóra veldur titringi – Heiða Björg sögð sniðgengin

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 19:30

myndin er að mestu samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spenna er nú innan borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar vegna fyrirhugaðrar ferðar Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra og oddvita flokksins, til Mexíkó. Samkvæmt heimildum DV er ferðin á dagskrá 30. nóvember til 3. desember næstkomandi og mun Dagur hleypa af stokkunum forvarnarverkefni fyrir ungmenni sem byggir nálgun sína á reynslu af slíkum verkefnum hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum DV mun héraðsstjóri Guanajuato-héraðs fara fyrir ráðstefnunni ytra og var fulltrúa Reykjavíkurborgar boðið sérstaklega.

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar er Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og varaoddviti flokksins í borginni. Herma heimildir Orðsins að mörgum hefði þótt eðlilegra að Heiða tæki að sér Mexíkóferðina enda falla forvarnarmál tryggilega undir hennar sombrero. Er það þannig ekki bara upplifun sumra að ferðin sé höfð af Heiðu, heldur að Dagur sé að skreyta sig með fjöðrum Heiðu úr velferðarmálunum.

Dagur verður reyndar ekki einn á ferð, en á ráðstefnunni mun Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, einnig vera í hópi þeirra sem opna ráðstefnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“