fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Orðið á götunni: Mexíkóreisa Dags borgarstjóra veldur titringi – Heiða Björg sögð sniðgengin

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 19:30

myndin er að mestu samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spenna er nú innan borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar vegna fyrirhugaðrar ferðar Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra og oddvita flokksins, til Mexíkó. Samkvæmt heimildum DV er ferðin á dagskrá 30. nóvember til 3. desember næstkomandi og mun Dagur hleypa af stokkunum forvarnarverkefni fyrir ungmenni sem byggir nálgun sína á reynslu af slíkum verkefnum hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum DV mun héraðsstjóri Guanajuato-héraðs fara fyrir ráðstefnunni ytra og var fulltrúa Reykjavíkurborgar boðið sérstaklega.

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar er Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og varaoddviti flokksins í borginni. Herma heimildir Orðsins að mörgum hefði þótt eðlilegra að Heiða tæki að sér Mexíkóferðina enda falla forvarnarmál tryggilega undir hennar sombrero. Er það þannig ekki bara upplifun sumra að ferðin sé höfð af Heiðu, heldur að Dagur sé að skreyta sig með fjöðrum Heiðu úr velferðarmálunum.

Dagur verður reyndar ekki einn á ferð, en á ráðstefnunni mun Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, einnig vera í hópi þeirra sem opna ráðstefnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum