Byrjunarlið Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara hefur verið opinberað fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM.
Strákarnir okkar þurfa helst að ná í úrslit í kvöld eftir 3-5 tap gegn Úkraínu fyrir helgi, en andstæðingur kvöldsins er ansi sterkur.
Arnar gerir tvær breytingar á liði sínu í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen kemur inn fyrir Andra Lucas bróður sinn, sem tekur út leikbann.
Þá kemur Logi Tómasson inn í liðið í stað Jóns Dags Þorsteinssonar.
Byrjunarlið Íslands
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Logi Tómasson
Sævar Atli Magnússon
Daníel Tristan Guðjohnsen
Albert Guðmundsson