fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. október 2025 11:08

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, ræddi það í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV fyrir helgi hvernig væri að lýsa leikjum sem sonur hans spilar.

Eins og flestir vita er Albert Guðmundsson, sennilega besti landsliðsmaður Íslands í dag, sonur Guðmundar og lýsir sá síðarnefndi öllum landsleikjum á Sýn.

„Ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu. Ef ég væri að lýsa leik þar sem sonur minn væri að standa sig svona væri ég grátandi,“ sagði Baltasar Kormákur í Vikunni, en Albert skoraði tvö mörk í síðasta leik gegn Úkraínu.

Guðmundur segir ljóst að hann þurfi að aðgreina föðurhlutverkið frá hlutverki lýsandans. „Ég þarf að gera það. Það er alveg erfitt stundum. En ég held að ég dragi frekar úr, held það bitni meira á honum að vera sonur minn. Ég ætlast til meira af honum,“ sagði Guðmundur og hló.

Hann var þá spurður að því hvort hann þegi jafnvel bara þegar Albert er með boltann. „Nema þegar hann skorar,“ sagði Guðmundur þá léttur.

Þess má geta að Ísland tapaði umræddum leik gegn Úkraínu 3-5 en fær tækifæri til að rétta sinn hlut gegn Frökkum í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Í gær

United sagt leiða kapphlaupið

United sagt leiða kapphlaupið
433Sport
Í gær

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Erling Haaland keypti 70 ostborgara í gærkvöldi

Erling Haaland keypti 70 ostborgara í gærkvöldi