fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. október 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Odegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá næstu níu leiki eftir að hafa meiðst á hné í sigri liðsins á West Ham 4. október.

Samkvæmt ensku fjölmiðlunum um er um að ræða meiðsli á miðlægum hliðarliðböndum (MCL), en Norðmaðurinn þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik. Arsenal staðfesti í tilkynningu að hann myndi missa af landsleikjahléinu, en félagið gaf enga tímalínu á endurkomu hans.

BBC greinir nú frá því að Ødegaard verði ekki klár í leik fyrr en eftir næsta landsleikjahlé í miðjum nóvember, sem þýðir að hann verður fjarverandi í að minnsta kosti níu leikjum.

Hann mun því missa af úrvalsdeildarleikjum gegn Fulham, Crystal Palace, Burnley og Sunderland, auk þess sem hann verður ekki með í Meistaradeildinni gegn Atlético Madrid og Slavia Prag. Þá verður hann einnig fjarverandi þegar Arsenal mætir Brighton í deildarbikarnum.

Meiðsli fyrirliðans koma á óheppilegum tíma, þar sem Arsenal hefur byrjað tímabilið vel bæði í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópu. Ødegaard hefur verið lykilmaður undir stjórn Mikel Arteta, bæði með framlagi sínu á vellinum og sem leiðtogi í hópnum.

Talið er að Arsenal muni fara varlega með hann í endurhæfingunni til að koma í veg fyrir bakslag, enda hefur liðið áður orðið fyrir höggi þegar lykilmenn hafa snúið of fljótt aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Undirbúa það að reisa styttu af Messi

Undirbúa það að reisa styttu af Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið