fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Pressan
Laugardaginn 11. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins hélt aftur af tárum í samtali við Rhian Mannings sem missti eiginmann sinn vegna sjálfsvígs.

Eiginmaður Mannings, Paul tók eigið líf fimm dögum eftir skyndilegt andlát George, eins árs gamals sonar þeirra, vegna veikinda árið 2012. Hjónin áttu einnig dótturina Holly, sem er 17 ára og soninn Isacc, 16 ára.

Í samtalinu sem fór fram á heimili Mannings í Cardiff ræða hún og Vilhjálmur nauðsyn þess að betri stuðningur sé til fyrir þá sem hafa misst nákominn einstakling vegna sjálfsvígs eða orðið fyrir áhrifum vegna þess.

Samtalið er stuttmynd sem birt var af skrifstofu breska konungsfjölskyldunnar í gær í tilefni af Alþjóðadegi geðheilbrigðis.

Mannings stofnaði hjálparsamtökin 2wish til að styðja fólk sem hefur upplifað skyndilegan missi barns eða unglings. Mannings segir eiginmann sinn hafa verið frávita af sorg eftir andlát sonar þeirra og hafa ásakað sjálfan sig um hvað gerðist. Aðspurð um hvað hún myndi vilja geta sagt við eiginmann sinn:

„Ég myndi bara vilja setjast niður með honum og segja: „Af hverju komstu ekki til mín?“ Því hann hefur misst af svo mikilli gleði, og við hefðum verið í lagi. Og það er það sem er erfiðast, við hefðum verið í lagi,“ segir hún við Vilhjálm, sem verður klökkur.

„Er allt í lagi?“ spyr Mannings. „Fyrirgefðu. Það er bara erfitt að spyrja þessara spurninga sem ég…“, svarar Vilhjálmur. „Nei, það er allt í lagi. Þú átt börn … Það er erfitt … Og þú hefur upplifað missi sjálfur. Lífið færir þér erfið verkefni, en með því að tala um erfiðleikana með því að upplifa von þá geturðu haldið áfram með lífið.“

Vilhjálmur játar því og segir að besta leiðin til að koma í veg fyrir sjálfsvíg sé að ræða um þau, en enn sé skömm yfir þeim og umræðu um þau. Mannings segist ekki sjálf hafa orðið fyrir áhrifum vegna þeirra fyrr en eiginmaður hennar lést.

„Þau voru eitthvað sem var í fréttum. Enginn vildi tala um þau eða ræða hvað gerðist og mér fannst það mjög ruglandi á sínum tíma.“ 

Aðspurð um ráð fyrir fjölskyldur til að ræða sjálfsvíg og áhrif þeirra svarar Mannings:

„Ég held að það sé mikilvægt að ljúga aldrei. Það eru leiðir til að vera hreinskilinn og bara blíður. Sem foreldri þekkir maður börnin sín betur en nokkur annar,“ og bætir við að fyrir henni séu enn margar ósvaraðar spurningar.

„Ég mun alltaf hugsa um þessa síðustu daga með honum og velta fyrir mér hverju ég missti af. Áður en við misstum George vorum við bara svo hamingjusöm og ég held að þetta sýni að þetta getur í raun komið fyrir hvern sem er.“

Þrátt fyrir að lífið hafi sínar hæðir og lægðir segist Mannings dást að börnum sínum og hversu vel þeim gangi.

„Þau hafa bara alist upp og orðið ótrúleg börn og ungmenni. Ég lít til baka og veit enn ekki alveg hvernig við lifðum þetta af. Fólk spyr mig oft um þetta. Eins og: „Hvernig gerðir þú þetta?“ Og ég veit það ekki alveg. Þau voru svo ung. Minningarnar sem þau eiga núna eru minningar sem ég hef líklega fest í huga þeirra.“

Rhian viðurkenndi að hún hafi enn áhyggjur af því hvað morgundagurinn ber í skauti sér en hún segist reyna að vera skynsöm og hugsa jákvætt og bætir við: „Ég vil bara að börnin mín séu hamingjusöm.“

Vilhjálmur var 15 ára þegar móðir hans, Díana prinsessa, lést í hræðilegu bílslysi árið 1997.

Á síðasta ári var hann við jarðarför Thomas Kingston, tengdasonar Mikaels, prins af Kent, frænda Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar, en Mikael tók eigið líf eftir að hafa orðið fyrir aukaverkunum lyfja.

Viðtalið við Mannings var gefið út í tengslum við stofnun Forvarnarnets gegn sjálfsvígum (National Suicide Prevention Network), sem Royal Foundation, góðgerðarsamtök Vilhálms og eiginkonu hans, Katrínar, standa að. Forvarnarnetið mun leggja áherslu á að skilja orsök sjálfsvíga og veita stuðning.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum