fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Pressan
Mánudaginn 13. október 2025 13:25

Samsett mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var vel tekið á ísraelska þinginu í morgun þar sem hann hélt ræðu eftir að öllum lifandi gíslum Hamas-samtakanna var sleppt úr haldi.

Tveir vinstrisinnaðir þingmenn, Ayman Odeh og Ofer Cassif, létu hins til sín taka með þeim afleiðingum að þeir voru fjarlægðir úr þingsalnum með valdi.

Þingmennirnir héldu á spjaldi þar sem kallað var eftir því að sjálfstæði Palestínu yrði viðurkennt. Töluverð læti urðu í salnum þegar þingmönnunum var vísað á dyr og virtist uppákoman koma Bandaríkjaforseta töluvert á óvart.

Odeh er formaður Hadash-flokksins og einn þekktasti fulltrúi arabíska minnihlutans í Ísrael. Cassif er gyðingur sem hefur lengi barist fyrir jöfnum réttindum Palestínumanna.

„Þetta var mjög skilvirkt,“ sagði Trump þegar búið var að fjarlægja þingmennina.

Trump er í Ísrael til að fagna vopnahléi Ísraels og Hamas-samtakanna, en óhætt er að segja að Trump hafi átt stóran þátt í því að samkomulag náðist.

Hann heldur svo til Egyptalands í dag á mikilvægan leiðtogafund þar sem vonast er til þess að hægt verði að leggja grunn að varanlegum friði í Miðausturlöndum.

Trump var ákaft fagnað af ísraelskum þingmönnum sem veittu forsetanum standandi lófaklapp eftir ræðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“