fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Pressan
Mánudaginn 13. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernadette Delmotte, sextug kona búsett í austurhluta Frakklands, lést á sviplegan hátt þann 13. júní síðastliðinn þegar hún var að þrífa bílinn sinn.

Í niðurstöðu réttarrannsóknar sem franskir fjölmiðlar vitna í kemur fram að bíllinn, Fiat 500, hafi byrjað að rúlla hægt aftur á bak þegar Bernadette var að þrífa bílinn.

Í viðleitni sinni til að stöðva bílinn teygði hún sig inn um opinn glugga til að taka í handbremsuna. Ekki vildi betur til en svo að rafknúinn glugginn lokaðist og klemmdist hún á milli með þeim afleiðingum að hún kafnaði.

Vinir Bernadette urðu áhyggjufullir þegar hún skilaði sér ekki í matarboð sem henni hafði verið boðið í og þá náðist ekki í hana í síma. Fannst hún látinn á bílastæðinu við hús sitt skömmu síðar.

Bróðir Bernadette, Francois, segir við franska fjölmiðla að aðstandendur muni ekki fara fram á bætur frá Fiat vegna slyssins. Hann kveðst þó hafa sent bréf þar sem hann hvatti fyrirtækið til að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi endurtaki sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“