Manchester United ætlar samkvæmt Sky Sports að einbeita sér að því að finna miðjumann fyrir næsta tímabil.
Segir Sky Sports að helst tvö nöfn séu á blaði hja United.
Carlos Baleba miðjumaður Brighton er einn þeirra en United reyndi að kaupa hann í sumar en tókst ekki.
Svo er það Elliot Anderson sem vakið hefur athygli fyrir vaska framgöngu með Nottingham Forest.
Anderson er 22 ára gamall og hefur fest sig í sessi í enska landsliðinu eftir að Thomas Tuchel tók við.