Úkraína leiðir 1-3 gegn Íslandi í hálfleik í leik liðanna í undankeppni HM.
Ruslan Malinovskyi kom gestunum yfir eftir um stundarfjórðung en 20 mínútum síðar jafnaði Mikael Egill Ellertsson eftir flotta hreyfingu.
Svo tók við vondur kafli fyrir íslenska liðið undir lok fyrri hálfleiks þar sem Oleksiy Gutsuklyak skoraði eftir mistök Mikaels Egils og varnarleikur Strákanna okkar var ekki heldur til útflutnings þegar Malinovkyi gerði sitt annað mark.
Hér að neðan má sjá mörkin.