Það er útlit fyrir að það verði mikil samkeppni um markvörðinn Mike Maignan næsta sumar.
Maignan er á mála hjá AC Milan en verður samningslaus eftir tímabilið og er útlit fyrir að hann fari annað frítt.
Chelsea er farið að horfa í kringum sig eftir markverði og er félagið sagt fylgjast með Maignan. Hefur hann þá einnig verið orðaður við Bayern Munchen.
Nú segja ítalskir miðlar hins vegar að Juventus ætli að gera tilraun til að halda honum á Ítalíu og fá hann til sín.
Maignan er þrítugur og kom til Milan frá Lille árið 2021. Hann er alinn upp hjá Paris Saint-Germain.
Hann er þá aðalmarkvörður franska landsliðsins sem stendur.