Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leik gegn Úkraínu í undankeppni HM.
Arnar gerir eina breytingu á liðinu sem vann Aserbaídsjan fyrir mánuði síðan á Laugardalsvelli.
Sævar Atli Magnússon kemur inn í byrjunarliðið fyrir Stefán Teit Þórðarson. Um er að ræða breytingu á kerfi.
Frá tapinu gegn Frakklandi dettur Daníel Tristan Guðjohnsen meðal annars út úr liðinu.
Ætla má að Arnar ætli að spila 4-4-2 frekar en 4-3-3.
Byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Sævar Atli Magnússon
Andri Lucas Guðjohnsen