Samkvæmt Daily Mail er Arsenal til í að hlusta á tilboð í brasilíska framherjann Gabriel Jesus þegar janúarglugginn opnast.
Hinn 28 ára gamli Jesus er meiddur sem stendur, en hann sleit krossband í byrjun árs. Hann á þó ekki afturkvæmt í lið Arsenal þegar hann snýr aftur úr þeim.
Jesus fór vel af stað með Arsenal þegar hann kom frá Manchester City 2022 en nú er samkeppnin um fremstu stöður orðin mikil. Viktor Gyokeres var keyptur í sumar og Kai Havertz snýr aftur úr meiðlsum á næstu vikum.
Arsenal er til í að fá inn pening fyrir Jesus og losa hann af launaskrá. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Everton en einnig Flamengo og Palmeiras í heimalandinu Brasilíu.
Jesus er samningsbundinn Arsenal í tæp tvö ár til viðbótar.